föstudagurinn 18. október 2013

Miðasala á Fjalla-Eyvind í blússandi gangi

Það er ekki útí hött að mæta í nútíma útilegumannaklæðnaði á frumsýninguna.
Það er ekki útí hött að mæta í nútíma útilegumannaklæðnaði á frumsýninguna.

Forsala aðgöngumiða á frumsýningu Kómedíuleikhússins á Fjalla-Eyvindi hófst á fimmtudag. Salan fer fram í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði en einnig er hægt að panta miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. 

Frumsýningin á Fjalla-Eyvindi verður um margt öðruvísi en þó ekki. Því sýningin mun fara fram utandyra að hætti söguhetjunnar. Sýnt verður á útisviðinu í Garðinum við Húsið á Ísafirði. Fjörið hefst kl.20.30 en þá verður boðið uppá gómsæta súpu í Skúrnum. Þegar allir hafa fengið sér gott í sinn kropp og góðan yl þá hefst frumsýningin. Það er ekki vitlaust að vera íklæddur nútíma útilegumannaklæðnaði þetta kveld Eyvindar fjallanna. Einnig verður boðið uppá kakó og kaffi og jafnvel eitthvað útí það meðan á sýningu stendur. Svo engum ætti að vera kalt. Að sýningu lokinni verður svo dansiball en það verður haldið innandyra á Húsinu.