şriğjudagurinn 1. október 2019

Meğ fjöll í Hannesarholti

Á helginni frumsýndi Kómedíuleikhúsið sitt 45. verkefni. Um er að ræða ljóðaleikinn Með fjöll á herðum sér, sem inniheldur úrval ljóða Stefáns Harðar Grímssonar. Leikurinn var frumsýndur í Gránu á Siglufirði á laugardag við bestu aðsókn. Frumsýningarstaðurinn var vel við hæfi því ljóðaleikurinn er samstarfsverkefni okkar og Ljóðaseturs Íslands sem hefur einmitt sitt merka safn á Siglufirði. 

Á fimmtudag verður Með fjöll á herðum sér sýnt í Hannesarholti í Reykjavík. Aðeins er um þessa eina sýningu að ræða og því um að gera að tryggja sér miða. Miðasala fer fram á tix.is. 

Flytjendur ljóðaleiksins Með fjöll á herðum sér listabræðurnir frá Bíldudal, Elfar Logi og Þórarinn Hannessynir. Sá fyrrnefndi flytur ljóð Stefáns Harðar en Þórarinn flytur eigin lög við nokkur ljóð skáldsins.