mánudagurinn 2. júlí 2018

Lokasıning á EG

Á helginni lýkur sýningum á leik okkar EG. Leikurinn sá fjallar um athafna- og hugsjónamanninn Einar Guðfinnsson í Bolungavík. Leikurinn var frumsýndur í lok maí síðastliðinn og hefur verið sýndur fyrir fullu húsi allar götur síðan. Nú er komið að lokum og verður síðasta sýning á laugardaginn komandi 7. júlí kl.17.00. Næst síðasta sýning verður sama dag kl.16.00 og því verða ekki nema 10 mín á milli sýninga. Það er vel við hæfi að leikurinn kveðji nú á helginni því þá fer einmitt fram hin vinsæli Markaðsdagur í Bolungavík sem er reyndar orðin að helgarhátíð í vikinni fögru. 

Miðasasla á síðustu tvær sýningar á EG er þegar hafin og gengur sérlega vel. Miðasala í Einarshúsi í Bolungavík og miðasölusíminn er 456 7901.

EG hefur fengið afrabragðsviðtökur áhorfenda og við hæfi að þeir hafi lokaorðið hér:

,,Þetta er falleg og hjartnæm sýning."
Annska Arndal

,,Þessir rúmlega 120 km. sem eknir voru gagngert til að sjá þessa sýningu voru sko algjörlega þess virði. Frábær sýning og vel gerð."
Jónína Hrönn Símonardóttir

,,Algjörlega frábær sýning, mæli með henni."
Gunnhildur Björk Elíasdóttir

,,Þetta er frábær sýning sem ég mæli óhikað með."
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.