
þriðjudagurinn 12. nóvember 2019
Leppalúða myndband
Kómedíuleikhúsið frumsýnir sprellfjörugt og alíslenskt jólaleikrit 13. nóvember. Leikritið heitir Leppalúði og fjallar um hinn alltof gleymda mann Grýlu og föður jólasveinanna 13. Frumsýnt verður í Grunnskóla Tálknafjarðar miðvikudaginn 13. nóvember en gaman er að geta þess að þetta er fyrsta frumsýning okkar þar. Daginn eftir verður sýning fyrir Grunnskóla Bíldudals og daginn þar á eftir fyrir nemendur Grunnskóla Patreksfjarðar. Á helginni verður Leppalúði á fjölunum í höfuðborginni.
Um daginn gerði Kómedíuleikhúsið samning við vestfirska fyrirtækið Gústi productions sem mun sjá um að gera allt myndefni fyrir sýningar leikhússins. Fyrsta myndverkið er komið í loftið sem er bráðfjörugt kynningarmyndband um jólaleikritið Leppalúði. Gjörið svo vel
09.12.2019 / 11:35
Hátíðarsýning á Leppalúða
Sérstök hátíðarsýning verður á Leppalúða á millum hátíða. Sýnt verður á leikhúseyrinni Þingeyri sunnudaginn 29. desember og að vanda verður sýnt í Félagsheimilinu. Miðaverðið er sérlega hátíðlegt eða aðeins 2.500.- krónur. Hægt er að gefa Leppalúða í jólagjöf með því að... Meira06.12.2019 / 15:01