■ri­judagurinn 12. nˇvemberá2019

Leppal˙­a myndband

Leppal˙­i heilsar
Leppal˙­i heilsar

Kómedíuleikhúsið frumsýnir sprellfjörugt og alíslenskt jólaleikrit 13. nóvember. Leikritið heitir Leppalúði og fjallar um hinn alltof gleymda mann Grýlu og föður jólasveinanna 13. Frumsýnt verður í Grunnskóla Tálknafjarðar miðvikudaginn 13. nóvember en gaman er að geta þess að þetta er fyrsta frumsýning okkar þar. Daginn eftir verður sýning fyrir Grunnskóla Bíldudals og daginn þar á eftir fyrir nemendur Grunnskóla Patreksfjarðar. Á helginni verður Leppalúði á fjölunum í höfuðborginni. 

Um daginn gerði Kómedíuleikhúsið samning við vestfirska fyrirtækið Gústi productions sem mun sjá um að gera allt myndefni fyrir sýningar leikhússins. Fyrsta myndverkið er komið í loftið sem er bráðfjörugt kynningarmyndband um jólaleikritið Leppalúði. Gjörið svo vel

https://www.youtube.com/watch?v=LmAjkQmHuaQ&feature=youtu.be&fbclid=IwAR0DbCK0J9jkLiPS6ZWeknUuZWAAb82csu-F9xInuUpfPb4Yxur6PQB3PAY