mi­vikudagurinn 18. septemberá2019

Leiksřningar fyrir skˇla

Dimmalimm mŠtir Ý skˇla ßri­ um kring
Dimmalimm mŠtir Ý skˇla ßri­ um kring

Líkt og síðustu ár bjóðum við í Kómedíuleikhúsinu uppá veglegar, vandaðar og verðlaunaðar leiksýningar fyrir skóla. Eitthvað fyrir alla, börn á öllum skólastigum. Úrvalið hefur aldrei verið jafn mikið og í ár eða 4 sýningar. Tvær þeirra eru þegar fáanlegar í skólann þinn, ein þeirra verður aðeins sýnd í takmarkaðan tíma og sú fjörða verður frumsýnd í upphafi árs. Sýningarnar fjórar sem við bjóðum skólum í ár eru:

Gísli Súrsson. Verðlaunssýning sem hefur verið sýnd um 350 sinnum um land allt. Hentar elsta stigi grunnskóla og framhaldsskólum.

Dimmalimm. Ævintýraleg sýning sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu síðasta vor. Hentar leikskólum og yngsta stigi grunnskóla. 

Leppalúði. Sprellandi fjörug ný jólasýning. Sýnd í nóvember og desember.

Iðunn og eplin. Nýr goðafræðileikur frumsýnt í janúar og sýnt fram á vor.

 

Hvernig væri nú að gleðja og fræða æskuna með einstökum leiksýningum í skólann þinn. Sýnum um land allt svo ekki hika bara hafa samband og við finnum tíma til að sýna í skólanum þínum. Sendið okkur línu komedia@komedia.is Eða hringið í Kómedíusímann: 891 7025.