föstudagurinn 5. desember 2014

Leikrćn tjáning komin út

Loksins er komin út kennslubók á íslensku í leiklist
Loksins er komin út kennslubók á íslensku í leiklist

Kómedíuleikhúsið hefur gefið út kennslubókina Leikræn tjáning. Hún fæst í verslunum um land allt m.a. í Eymundsson, Hagkaup, Mál og menningu, Heimkaup og Bókabúðinni á Selfossi. Einnig er hægt að panta bókina beint hjá útgefanda í síma: 891 7025.

Leikræn tjáning er kennslubók í leiklist fyrir alla aldurshópa. Mjög lítið er til af kennsluefni í leiklist á íslensku og er því bókin mikið fagnaðarefni fyrir alla sem stunda leiklistina. Leikræn tjáning er í raun stór banki af efni er hentar til kennslu í leiklist fyrir alla. Við erum að tala um leiki, spuna, slökunaræfingar, trúðalistir, látbragð og meira að segja leikhússlagsmál. Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, stofnandi Act alone og Kómedíuleikhússins, hann hefur kennt leiklist um land allt í um tvo áratugi og miðlar hér af reynslu sinni. Leikræn tjáning er ríkulega myndskreytt af ljósmyndaranum Hlyni Kristjánssyni þar sem ungir vestfirskir leikarar spreyta sig á listinni.