mánudagurinn 8. apríl 2013
Leikferð í skóla á Norðurlandi
Allt frá aldamótum hefur Kómedíuleikhúsið verið meðal ferðaglöðustu leikhúsum þjóðarinnar. Við höfum líka sérstaka ánægju af því að ferðast um okkar fagra land og hitta áhorfendur í sínu eigin leikhúsi. Í næstu viku verður enn ein leikferðin farin og nú er stefnan tekinn norður.
Vikuna 15. - 20. apríl munum við heimsækja skóla á Norðurlandi bæði leik- og grunnskóla. Það eru góðkunningjar Kómedíu sem verða í aðalhlutverki. Fyrst ber að nefna vinsælustu sýningu okkar sem og Vestfjarða sjálfan Gísla Súrsson. Með fornkappanum verður sýningin Búkolla sem hefur sannarlega slegið í gegn og verið sýnd um land allt. Þegar hafa nokkrir skólar bókað sýningar en enn getum við bætt við okkur.
Það er auðvelt að panta sýningu einfaldlega senda okkur tölvuöpóst á komedia@komedia.is Einnig er hægt að hringja í Kómedíusímann 891 7025. Hlökkum til að heyra í ykkur og enn meira að sjá ykkur í leikhúsinu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06