miđvikudagurinn 26. september 2012

Kómedían í Tónlistarskólann

Kómedíuleikhúsiđ verđur til húsa í kjallaranum í Tónlistarskólanum
Kómedíuleikhúsiđ verđur til húsa í kjallaranum í Tónlistarskólanum

Þessa dagaana er Kómedíuleikhúsið að flytja sig um set á eyrinni á Ísafirði. Síðustu tvö ár hefur leikhúsið haft aðsetur í Listakaupstað í Norðurtangahúsinu. En allt er breytingum háð. Og nú er Kómedíuleikhúsið búið að fá inni í kjallara Tónlistarskóla Ísafjarðar. Nánar tiltekið í rýminu þar sem matreiðslan var í gamla daga og seinna smíðakennsla. Þetta er því rými með sál og hlökkum við mikið til að koma okkur þarna fyrir. Við þökkum Tónlistarskólanum kærlega fyrir að hafa boðið okkur inn og Kómedían sér bara tækifæri við þennan flutning. Kómedíuleikhúsið hefur oft sýnt í sal Tónlistarskólans, Hömrum, m.a. voru tveir af fyrstu einleikjum okkar sýndir þar. Það eru því spennandi tímar framundan í Kómedíuleikhúsinu.