
laugardagurinn 20. febrúar 2021
Komdu með hópinn vestur í sumar
Er hópurinn þinn á leiðinni vestur í sumar? Hvernig væri að koma í Kómedíuleikhúsið Haukadal Dýrafirði. Erum með leiksýningar fyrir alla aldurshópa. Einnig gönguferð um slóðir Gísla sögu Súrssonar í Haukadal. Allir hópar stórir í okkar huga. Sendið okkur línu og við gerum eitthvað kómískt og skemmtilegt saman. Sendið okkur tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is eða hringið í Kómedíusímann 891 7025
22.02.2021 / 13:28
Sumarleikhús Kómedíuleikhússins í Haukadal
Það verður sannlega leikur og fjör í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar. Leikárið okkar hefst 1. apríl með frumsýningu á bráðfjörugu barnaleikriti um hina einu sönnu Bakkabræður. Um er að ræða brúðusýningu fyrir börn á flestum aldri. Í maí hefjast sýningar á hinni róm... Meira20.02.2021 / 17:18