föstudagurinn 3. ágúst 2012

Jórsalafarinn í Heydal

Inndjúpsdagar verða haldnir í Heydal laugardaginn 4. ágúst. Þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur en hér er saga Vatnsfjarðar í aðalhlutverki. Kómedíuleikhúsið samdi sérstakan einleik fyrir Inndjúpsdaga og verður leikurinn sýndur nú á laugardag. Leikurinn heitir Jórsalafarinn og verður á fjölunum í Heydal kl.17. á laugardag. Verkið rekur sögu Vatnsfjarðar allt frá landmámi til miðaldar eða um fimm hundruð ár og það á aðeins 24. mínútum. Aðalsögupersóna leiksins er þó Björn Einarsson sem er betur þekktur undir gælunafninu Jórsalafarinn. Var hann víðförull mjög, höfingi og valdsmaður en kunni þó að skemmta sér eigi sjaldnar en þrisvar í viku. Nánar tiltekið á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Höfundur og leikari er Kómedíuleikarinn Elfar Logi.