mi­vikudagurinn 12. desemberá2018

Jˇlaljˇ­astundir fyrir eldri og yngri borgara

Vestfirskar jˇlaljˇ­astundir
Vestfirskar jˇlaljˇ­astundir

Vikan hefur sannlega verið jólaleg hjá okkur í Kómedíuleikhúsinu. Enda styttist nú óðum í hátíðina meira að segja fyrsti jólasveinninn mættur til byggða. Við settum saman sérstaka og alvestfirska jólaljóðadagskrá og fluttum fyrir eldri og yngri borgara á Ísafirði. Yngri borgararnir mættu í Safnahúsið á Ísafirði en við fórum til eldri borgara á Hlíf. Alls voru fluttar 9 jólaljóðastundir á þessum stöðum. 

Hin vestfirska jólaljóðastund samanstöð af úrvali úr jólaljóðabókinni Um jólin eftir Þórarinn Hannesson frá Bíldudal. Einnig jólaljóð úr ranni Stefáns Sigurðssonar, frá Hvítadal. En gaman er að geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur einmitt gefið út verk þessa höfunda. Jólaljóðabókin Um jólin kom fyrst út árið 2013 og var svo vinsæl að hún seldist bara upp. Við vorum loks að endurútgefa þessa mætu jólaljóðabók og er hún komin í bókaverslanir um land allt. Í nóvember gáfum við síðan út veglegt ljóðúrval Stefáns sem kenndi sig við Hvítadal. Bókin ber heitið Allir dagar eiga kvöld og fæst vitanlega í næstu alvöru bókaverslun. 

Jólaljóðastundirnar eru hluti af tvíhliðasamningi sem Kómedíuleikhúsið er með við sinn bæ, Ísafjarðarbæ. Er þar um að ræða fjölmarga viðburði sem leikhúsið vinnur árlega fyrir bæinn einsog þau sem eldri og yngri borgurum var boðið uppá núna í vikunni. Samningurinn er á sínu síðasta ári og nú eru að hefjast viðræður um framhaldið. Við hlökkum sannlega til þess enda samstarfið við Ísafjarðarbæ verið farsælt.