laugardagurinn 24. nˇvemberá2012

Jˇlaleikriti­ Bjßlfansbarni­ Ý skˇlum

Bjßlfansbarni­ sřnt um land allt
Bjßlfansbarni­ sřnt um land allt

Jólaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans er nú komið í sýningar af sönnum jólasveinakrafti. Þegar hafa verið sýndar nokkrar sýningar fyrir vestan og nú liggur leðin norður í land. Sýnum í skólum vikuna 26. - 30. nóvembe um Norðurland eða allt frá Skagaströnd til Hríseyjar. Aðeins einn sýningardagur laus pantið því strax í dag. 

Fyrstu vikuna í desember verður Bjálfansbarnið sýnt í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Sýnt verður vikuna 3. - 7. desember getum enn bætt við okkur nokkrum sýningum. 

Það er auðvelt að panta sýningu sendið okkur bara tövlupóst á komedia@komedia.is eða hringið í síma: 891 7025.

Bjálfansbarnið er sprellandi fjörugt jólaleikrit fyrir börn á öllum aldri. Hér er sagt frá vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést meðal manna í eina öld ef ekki meira. En nú koma þeir aftur til byggða og mála bæinn rauðan með sínum einstaka hætti.