
fimmtudagurinn 2. janúar 2020
Jóla- og þrettándaskemmtun Ísafirði
Ísafjarðarbær býður öllum til jóla- og þrettándaskemmtunnar sunnudaginn 5. janúar kl. 14:00 á sal Grunnskólans á Ísafirði. Aðgangur er ókeypis.
Fjölbreytt skemmtan fer fram:
Álfadrottningin og álfakóngurinn syngja og spila lög að hætti stundarinnar.
Sýnt verður brot úr jólaleikritinu Leppalúði.
Dansdeild Listaskóla Rögnvaldar sýnir brot úr dansleiknum Litla stúlkan með eldspýturnar
Flutt verða álfa- og þrettándaljóð og hver veit nema Grýla mæti á svæðið með Hurðaskelli uppáhaldsson sinn.
Steini mætir með stóra heita súkkulaði pottinn sinn og þar fer engin ofan í heldur fá allir heitt súkkulaði!
Það er Kómedíuleikhúsið sem hefur umsjón með Jóla og þrettándaskemmtun fjölskyldunnar.
26.03.2021 / 17:03
Bakkabræður láta bíða eftir sér
Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann. ... Meira22.03.2021 / 16:53