fimmtudagurinn 13. febrúar 2020

Iğunn og eplin nıtt íslenskt leikverk

Iğunn og eplin er brúğu og grímusıning. Gestir fá ağ spreyta sig á grímuleik ağ sıningu lokinni.
Iğunn og eplin er brúğu og grímusıning. Gestir fá ağ spreyta sig á grímuleik ağ sıningu lokinni.

Það var hátíðardagur á Flateyri í gær, 12. febrúar, þá frumsýndi Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikrit Iðunn og eplin í Grunnskóla Flateyrar. Var þetta í fyrsta sinn sem Kómedíuleikhúsið frumsýndi á Flateyri en leikritið Iðunn og eplin er hinsvegar 47 uppfærsla Kómedíuleikhússins. Einsog nafnið gefur til kynna er hinn geggjaði goðaheimur undir í þessu nýja leikverki. Varðmaður goðanna Heimdallur er mættur til jarðar til að segja frá hinum norrænu goðum og lífinu í þeirra höll, Valhöll. Svo dregur til tíðinda þegar Iðunni er rænt og ekki nóg með það heldur einnig gulleplum hennar. Sem eru í raun töfraepli. Einu sinni í mánuði á stóra epladeginum fá goðin epli Iðunnar en nú stefnir í að goðinn verði bara gömul og grá því Iðunni og eplunum hefur verið rænt. Auðvitað var það Loki lævísi sem átti hlut að máli. Hvernig fer þetta eiginlega?

Önnur sýning á goðafræðistykkinu Iðunn og eplin var í morgun, 13. febrúar, á leikhúseyrinni í Grunnskóla Þingeyrar. Í næstu viku verða fjórar sýningar á leiknum fyrir æskuna á Ísafirði. 

Að vanda stefnum við á leikferð með Iðunn og eplin um landsbyggðina í framhaldinu á sýningunum hér vestra. 

Það er Uppbyggingasjóður Vestfjarða sem styrkir uppfærsluna á Iðunn og eplin.