mßnudagurinn 9. desemberá2019

HßtÝ­arsřning ß Leppal˙­a

Gef­u Leppal˙­a Ý jˇlagj÷f
Gef­u Leppal˙­a Ý jˇlagj÷f

Sérstök hátíðarsýning verður á Leppalúða á millum hátíða. Sýnt verður á leikhúseyrinni Þingeyri sunnudaginn 29. desember og að vanda verður sýnt í Félagsheimilinu. Miðaverðið er sérlega hátíðlegt eða aðeins 2.500.- krónur. Hægt er að gefa Leppalúða í jólagjöf með því að kaupa gjafabréf á sýninguna. Þitt er valið hve margir miðarnir eru geta verið alveg frá einum uppí 100. Engin vandamál í miðasölunni. Hafið bara samband og við græjum jólapakkanum. Miðasölusíminn er

891 7025.

Leppalúði hefur verið á ferð og flugi síðasta mánuðinni. Alls hefur leikurinn verið sýndur 16 sinnum og það á 14 stöðum. Leikritið um Leppalúða er einstaklega fjörugt verk þar sem tröllkarlinn hennar Grýlu fær loks sviðsljósið. Sagt er að Leppalúði vakni nefnilega fyrstur allra í Grýluhelli og þá fer hann að gera það sem honum finnst skemmtilegast að gera. Og það er að gera ekki neitt.