mi­vikudagurinn 14. jan˙ará2015

Grettir frumsřndur Ý Minnsta ˇperuh˙si heims

38. verk KˇmedÝuleikh˙ssins ver­ur frumsřnt ß helginni
38. verk KˇmedÝuleikh˙ssins ver­ur frumsřnt ß helginni

Frá því í fyrra hafa æfingar staðið yfir á nýju íslensku verki í herbúðum Kómedíuleikhússins. Leikurinn nefnist Grettir og er byggður á samnefdri Íslendingasögu. Á helginni er stóra stundin runnin upp því þá verður Grettir frumsýndur og það á söguslóðum. Grettir fór víða í sinni löngu útlegð meðal annars í Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi. Þar verður Grettir einmitt frumsýndur nánar tiltekið í Minnsta óperuhúsi heims, gamla samkomuhúsinu í sveitinni, og hefst leikurinn kl.15.00. Í tilefni frumsýningar verður frítt inná sýninguna. Rétt er að taka sérstaklega fram að hvorki ljós né hiti er í þessu Minnsta óperuhúsi heims og því um að gera að mæta vel dúðaður til sýningar. Tilvalið er einnig að taka með sér nesti og ekki verra að hafa einhvern heitan vökva í nestiskörfunni. 

Grettir er einleikur einsog lang flest verka Kómedíuleikhússins. Höfundur og leiakri er Kómedíuleikarinn, Elfar Logi Hannesson. Búninga og leikmynd gerir Marsibil G. Kristjánsdóttir en tónlist semur Guðmundur Hjaltason. Það er svo Víkingur Kristjánsson sem leikstýrir öllum herlegheitunum.

Grettir er 38. verkefni Kómedíuleikhússins.