
mánudagurinn 23. janúar 2017
Gísli uppseldur í Þjóðleikhúsinu
Uppselt hefur verið að allar sýningar á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu. Næsta sýning er á miðvikudag og það er einnig orðið uppselt á hana. Því hefur verið ákveðið að bæta við þremur aukasýningum í febrúar. Sunnudaginn 5. febrúar kl.14, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. febrúar kl.19.30 báða dagana. Miðasala á aukasýningarnar er hafin og gengur sérlega vel þannig að nú er bara að ná sér í miða. Miðasala fer fram á www.tix.is einnig er hægt að hringja í miðasölusíma Þjóðleikhússins 551 1200.
Upphaflega stóð til að sýningar í Þjóðleikhúsinu á Gísla á Uppsölum yrðu 3 en nú eru komnar 10 á dagatalið og stefnir jafnvel í ennfleiri. Leikurinn hefur fengið afar góða dóma og gaf gagnrýnandi Morgunblaðsins sýningunni einar 4 stjörnur.
Gaman er að geta þess að Kómedíuleihúsið hefur nú þegar þegið boð frá stöðum um land allt næstu misserin hvar Gísli á Uppsölum verður sýndur. Við hlökkum til stundarinnar um land allt.
22.02.2019 / 10:31
Dimmalimm á samning í Þjóðleikhúsinu
Í vikunni gerðist sá kómíski viðburður að Dimmalimm ritaði undir samning við Þjóðleikhúsið. Þar sem Dimmalimm er prinsessa þá var nú ekki annað við hæfi en sjálfur Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, ritaði undir samninginn. Meðfylgjandi mynd var tekin við þessa hátíðle... Meira19.02.2019 / 09:02