mánudagurinn 7. september 2015

Gísli og Grettir á Lamb inn

Grettir leikur viğ Gísla á Lamb inn nyrğra
Grettir leikur viğ Gísla á Lamb inn nyrğra

Menningarviðburður verður í leikhúsinu fyrir norðan. Nánar tiltekið í Gamla bænum Öngulstöðum 18. og 19. september komandi. Sýndir verða tveir kraftmiklir og sögulegir einleikir Kómedíuleikhússins. Gísli Súrsson hefur leik og svo tekur hinn útlaginn Grettir Ásmundarson við. Sýningarnar verða í hinu einstaka Gamla bæ á Öngulstöðum hjá ferðaþjónustubóndanum Lamb inn. Einnig má geta þess að Marsibil G. Kristjánsdóttir verður með sína vinsælu myndlistarsýningu um Gísla sögu Súrssonar á sama tíma. Sú sýning verður á vinnustofunni á Lamb inn. 

Sýningarnar verða föstudaginn 18. og laugardaginn 19. september. Hægt er að kaupa miða á báðar sýningarnar eða bara aðra þeirra. Þú velur. Miðaverð á staka sýningu er 2.500.- kr. Á báðar sýningarnar er miðaverðið aðeins 4.500.- Svo getur þú fullkomnað kveldið með matarveislu áður en sýningar hefjast. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Lamb inn 

www.lambinn.is