föstudagurinn 18. nóvember 2016

Gísli á Uppsölum á norğurlandi

Gísli hefur veriğ á ferğ og flugi um landiğ og enn er lagt í hann
Gísli hefur veriğ á ferğ og flugi um landiğ og enn er lagt í hann

Leikferð Kómedíuleikhússins með hið vinsæla leikrit Gísli á Uppsölum heldur áfram og áfram og já bara alveg út árið. Um aðra helgi verður lagt af stað norður og er það önnur leikferð á það svæði með leikinn. Áður hefur Gísli verður sýndur fyrir norðan á Akureyri, Blönduósi og Hvammstanga. Tvær sýningar voru á Akureyri önnur þeirra var uppseld og hin svo gott sem líka því þá er ekkert annað í stöðunni en að koma bara aftur. Hin norðlenska leikferð komandi viku hefst á Siglufirði. Sýnt verður fimmtudaginn 24. nóvember í Alþýðuhúsinu. Daginn eftir verður aukasýning á Akureyri einsog síðar verður sýnt í hinni einstöku Hlöðu Litla-Garði. Leikferðinni lýkur síðan á Sauðárkrók á sunnudag þar sem sýnt verður í Mælifelli. 

Allar sýningar hefjast kl.20.00 og er miðasala á sýningarnar í blússandi gangi í síma: 891 7025. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is Rétt er að geta þess að hópar fá að sjálfsögðu einstakt tilboð á sýninguna. Hvað er skemmtilegra en að brjóta skammdegið soldið upp og taka saumaklúbbinn eða vinnufélagana með sér í leikhús. Leitið tilboða við finnum eitthvað alveg sérstakt fyrir hópinn þinn. 

Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið standandi góðar viðtökur og svo gott sem fullt hefur verið á allar 14 sýningar leiksins. Sagan hefur sannarlega snert hjörtu áhorfenda um land allt enda er óhætt að segja að Gísli sé þjóðinni enn minnisstæður og ekki síður kær. 

Í lok nóvember verður Gísli á Uppsölum sýndur á Ísafirði og síðasta sýning fyrir jól verður á Selfossi. Svo gott sem uppselt er á sýninguna þar en enn eru örfá sæti laus á Ísafirði. Ekki heldur panta miða strax í dag. 

Að síðustu má svo geta þess að Gísli á Uppsölum verður sýndur í Þjóðleikhúsinu í janúar. Miðasala á þær sýningar er hafin og gengur frábærlega vel á www.tix.is