sunnudagurinn 15. september 2013
Gísli Súrsson á Hlíf
Kómedíuleikhúsið fer um land allt með sýningar sínar og á suma áfangastaði förum við oft enda finnst okkur þar svo gaman. Einn af okkar vinsælu áfangastöðum er dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði þar er sannarlega gott að koma. Kómedíuleikarinn hefur oft farið þangað og lesið úr bókum og einnig höfum við sýnt sýningar okkar þar við góðar undirtektir. Nú verður boðið uppá verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og verður sýningin á mánudag kl.14. Gísla Súra þarf vart að kynna en til gamans má geta þess er þetta verður 255 sýning á leiknum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06