sunnudagurinn 18. ágúst 2019

Gísli Súrsson 338 sýning

Gísli vinsælasta leikrit Vestfjarða
Gísli vinsælasta leikrit Vestfjarða

Verðalaunleikurinn hefur verið sýndur nokrum sinnum núna í sumar fyrir erlenda gesti í Haukadal í Dýrafirði. Í þessari viku var ein sýning og núna í komandi viku verður önnur sýning. Er það 338 sýning á Gísla Súrssyni sem þarf vart að geta að er lang mesta sýnda leikrit okkar. Hópurinn sem kemur á þá sýningu eru erlendir háskólanemar sem eru að læra íslensku og því fátt meira viðeigandi að sýna þeim leikverk byggt á vinsælustu Íslendingasögunni.