miðvikudagurinn 16. október 2013

Forsala á Fjalla-Eyvind að hefjast

Forsalan að detta inn á Fjalla-Eyvind
Forsalan að detta inn á Fjalla-Eyvind

Á morgun, fimmtudag, hefst forsala á nýjasta leikrit Komedíuleikhússins Fjalla-Eyvindur. Forsalan fer fram í miðbæ Ísafjarðar, nánartiltekið í Vestfirzku verzluninni og hefst kl.12.12.

Frumsýningin verður laugardaginn 26. október kl.20.30 en þá fer einmitt fram hátíðin Veturnætur í Ísafjarðarbæ. Að hætti Fjalla-Eyvindar verður frumsýningin utandyra. Sýnt verður á útisviðinu í Garðinum við Húsið á Ísafirði. Til að fá hita í kroppinn þá hefst leikurinn með því að allir fá gómsæta súpu í Skúrnum að hætti Hússins. Í Garðinum verður síðan boðið uppá heitt súkkulaði og kaffi (kannski eitthvað útí það fyrir þá sem það kjósa) meðan á sýningu stendur. Að sýningu lokinni verður boðið uppá dansiball sem mun fara fram innandyra, á Húsinu.

Miðaverð fyrir allt þetta: Súpu, leiksýningu og dansiball, er aðeins 2.900.- kr. Nú er bara að skunda í Vestfirzku og ná sér í miða á Fjalla-Eyvind 26. október.