şriğjudagurinn 14. janúar 2014

Fjalla-Eyvindur í Holti Önundarfirği

Sıningar hefjast ağ nıju á Fjalla-Eyvindi.
Sıningar hefjast ağ nıju á Fjalla-Eyvindi.

Sýningar á Fjalla-Eyvindi nýjasta leikverki Kómedíuleikhússins hefjast að nýju nú strax á nýju ári. Sýnt verður á hinni árlegu Kvöldvöku í Friðarsetrinu Holti Önundarfirði. Kvöldvakan fer fram núna á miðvikudag og hefst kl.20. Kvöldvakan hefur verið haldin í nokkur ár ávallt sama dag sem ber einmitt upp á afmælisdegi ljóðskálds Önundarfjarðar Guðmundar Inga Kristjánssonar. Miðaverði er styllt mjög í hóf eða aðeins 2.000.-kr. Innfalið í miðaverði er leiksýningin og svo að sjálfsögðu kaffi og rjómapönnukökur að lokinni sýningu. Það er posi í miðasölunni svo nú er bara um að gera að skella sér. 

Í ár er 300 ára afmæli mesta útlaga allra tíma Fjalla-Eyvindar. Af því tilefni verður hið vinsæla leikrit sýnt í Holti Friðasetri. Fjalla-Eyvindur er án efa frægasti útilegumaður allra tíma hér á landi. Enda var kappinn sá í útlegð í eina fjóra áratugi. Hann var í raun einfaldur sveitapiltur en þótti strax í föðurgarði öðruvísi en jafnaldrar sínir. Hann var mikill hæfileikamaður smiður góður, fimur mjög og meira að segja læs. Einnig þótti hann eigi ómyndarlegur. Samt varð hann að halda á fjöll eftir að hafa verið grunaður um þjófnað. Já, aðeins grunaður aldrei var neitt sannað. Svo kynntist hann Höllu sinni. Hér er þessi saga túlkuð á nýjan, óvæntan og líklega svolítið kómískan máta.

Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Tónlist gerði Guðmundur Hjaltason og leikstjórn annaðist Marsibil G. Kristjánsdóttir.