mánudagurinn 20. janúar 2014

Fjalla-Eyvindur í Einarshúsi Bolungarvík

Fjalla-Eyvindur í Einarshúsi Bolungarvík á fimmtudag
Fjalla-Eyvindur í Einarshúsi Bolungarvík á fimmtudag

Enn og aftur skundar Fjalla-Eyvindur yfir fjöll og fjörðu. Eða kannski fer hann bara göngin, Bolungarvíkurgöngin. Já, næsti viðkomustaður Fjalla-Eyvindar er einmitt Bolungarvík. Leikritið vinsæla verður sýnt í Einarshúsi í Bolungarvík núna á fimmtudag, 23. janúar, og hefst kl.20. Miðaverð er 2.000.- krónur og það er posi á staðnum.

Leikritið um Fjalla-Eyvind hefur vakið mikla lukku frá því það var frumsýnt í lok síðasta árs. Æfingar á leiknum hófust að nýju nú í janúar. Sýningin í Einarshúsi á fimmtudag er 6. sýningin á leiknum. Leikritið Fjalla-Eyvindur fjallar um einn mesta útlaga allra tíma Eyvind Jónsson er nefndur hefur verið Fjalla-Eyvindur. Það er óhætt að segja að kappinn sá hafi verið karl í krapinu því hann var í útlegð í heila fjóra áratugi. Hann fór víða m.a. vestur í Jökulfjörðu þar sem hann hitti lífsförunaut sinn hana Höllu sína. Ástin var slík að hún fylgdi manni sínum í útlegðinni. Þó efnið sé háalvarlegt og dramatískt er hér um léttan gamanleik að ræða en þó skín alvaran yfirleitt best þegar fengið er við grínið. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Guðmundur Hjaltason samdi tónlistina og Marsibil G. Kristjánsdóttir gerði leikmynd og annaðist leikstjórn.