laugardagurinn 5. oktˇberá2013

Fjalla-Eyvindur frumsřnt ß Veturnˇttum

Fjalla-Eyvindur vŠntanlegur. Mynd: ١r­ur Kristinn Sigur­sson.
Fjalla-Eyvindur vŠntanlegur. Mynd: ١r­ur Kristinn Sigur­sson.

Æfingar fyrir fyrstu frumsýningu þessa leikárs standa nú yfir með blússandi krafti. Útlagar hafa löngum verið inni hjá Kómedíleikhúsinu og nægir þar að nefna verðlaunasýninguna Gísla Súrsson um samnefndan útlaga. Annar og ekki síður þekktur íslenskur útlagi verður í aðalhlutverki í fyrstu frumsýningu leikársins. Nefnilega sjálfur konungur fjallanna enda jafnan nefndur Fjalla-Eyvindur. Sá kappi var heldur betur kappi því hann var í útlegð í ein 40 ár. Það er því af mörgu að taka í hinni merku sögu Eyvindar Jónssonar og má búast við spennandi en jafnframt svolítið óvæntri sýningu. 

Leikritið Fjalla-Eyvindur verður frumsýnt á hátíðinni Veturnætur á Ísafirði í lok þessa mánaðar. Frumsýningin verður að hætti umfjöllunarefnisins því hún mun fara fram utandyra. Hvar? Góð spurning við munum greina frá því fljótlega en þó má geta þess að sýnt verður í hjarta Ísafjarðar. Búið er að panta gott veður laugardagskveldið 26. október en þá mun Fjalla-Eyvindur stíga á ónefnt útisvið á Ísafirði. 

Höfundur leikritisins Fjalla-Eyvindur er Elfar Logi Hannessosn og mun hann einnig bregða sér í hlutverk hins þekkta útlaga. Guðmundur Hjaltason sér um tónlistina í leiknum og Marsibil G. Kristjánsdóttir sér um rest, búninga, leikmynd og leikstjórn.