þriðjudagurinn 8. júlí 2014

Fjalla-Eyvindur á Snæfjallaströnd á helginni

Fjalla-Eyvindur fer Djúpið og verður á Dalbæ á helginni
Fjalla-Eyvindur fer Djúpið og verður á Dalbæ á helginni

Leikritið vinsæla Fjalla-Eyvindur verður sýnt á Dalbæ á Snæfjallaströnd komandi laugardag. Þá verður þess minnst sérstaklega að í ár er 300 ára afmæli hins merka útlaga Eyvindar Jónssonar sem þekktur varð sem Fjalla-Eyvindur. Á undan sýningunni mun Hjörtur Þórarinnsson flytja erindi um þau Eyvind og Höllu en nýlega kom út bók hans um efnið. Fjalla-Eyvindar stundinn á Dalbæ á Snæfjallaströnd á laugardag 12. júlí hefst kl.18.00. Miðaverð er 2.900.- kr en sérstakt tilboð til félagsmanna Snjáfjallaseturs. 

Leikritið Fjalla-Eyvindur hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur enda er hér á ferðinni ótrúleg saga eins merkasta útlaga þjóðarinnar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson. Höfundur tónlistar er Guðmundur Hjaltason, leikmynd, búninga og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.