föstudagurinn 24. október 2014

Fer Leikrćn tjáning í prentun?

Eitt er víst ţađ verđur partý ef viđ náum í 40 prósent á ellefu dögum. Kómískt partý.
Eitt er víst ţađ verđur partý ef viđ náum í 40 prósent á ellefu dögum. Kómískt partý.

Nú er heldur betur mikil spenna í herbúðum Kómedíuleikhússins. Síðustu daga hefur bókin okkar Leikræn tjáning verið í fjármögnun á hinum magnaða vef karolinafund.com Þessi vefur hefur sannarlega komið einsog orkusprengja inní íslenskt menningaríf. Hér er komin vettvangur þar sem listamenn geta fjármagnað verkefni sín og allir hagnast. Því allir þeir sem fjárfesta í verkefninu fá eitthvað í staðinn. Þannig getur þú fjárfest í bókinni okkar Leikræn tjáning fyrir litlar 3.000.- krónur og færð áritaða bók í staðinn sem og nafn þitt á þakkarlistann. Þú getur líka fjárfest enn betur. Með því að fjárfesta fyrir 76.500.- krónur færðu hvorki meira né minna en heilt leiklistarnámskeið og tíu bækur af Leikræn tjáning. 

Nú eru aðeins ellefu dagar eftir og okkur vantar 40 prósent til að ná markmiðinu. Ef ekki þá verður ekkert úr verkefniu. Já, þetta er bara svona.

Svo nú er bara að bæta við prósentum því sannarlega telur allt í þessu verkefni. Það er lika staðreynd að list er ein besta fjárfestingin í dag. Hér fjárfestir þú í Leikræn tjáning

https://www.karolinafund.com/project/view/620

 

Kíkið á smá myndband sem að við gerðum frá einu námskeiði þar sem kennt er upp úr bókinni: