fimmtudagurinn 15. október 2020

Enn er beğiğ í Haukadal

Beğiğ eftir Becektt
Beğiğ eftir Becektt

Kómedíuleikhúsið frumsýndi í lok ágúst Beðið eftir Beckett í Haukadal Dýrafirði. Síðan þá hefur leikurinn verið sýndur nokkra ganga í Haukadalnum og nú síðast var fullt hús. Svo því hefur verið ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum. Fyrri sýningin verður miðvikudaginn 21. október kl.20.00 og daginn eftir verður önnur aukasýning sem einnig hefst kl.20.00.

Beðið eftir Beckett er 48. leikverkefni Kómedíuleikhússins. Einsog nafnið gefur til kynna þá er efni leiksins leikskáldið Beckett, Saumel Beckett. Í leiknum hittum við fyrir leikara sem er að doka eftir því að Beckett semji fyrir sig nýtt hlutverk. Meðan á biðinni stendur styttir hann dokið með því að rifja upp gömlu leikritin hans Becketts, gömlu hlutverkin. Samuel Beckett er meðal fremstu leikskálda síðustu aldar og er þekktasta verk hans Beðið eftir Godot.

Leikarinn í sýningunni er Elfar Logi Hannesson en einnig kemur við sögu sendiboði sem er túlkaður af ungum og efnilegum leikara á Þingeyri, Þrym Rafn Andersen. Leikmynd og búninga hannaði Marsibil G. Kristjánsdóttir og höfundur tónlistar er Hjörleifur Valsson. Höfundur og leikstjóri er Trausti Ólafsson.

Miðasala á aukasýningarnar tvær, miðvikudaginn 21. október og fimmtudaginn 22. október, er þegar hafin í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025. Miðasala fer einnig fram á tix.is.