fimmtudagurinn 29. ágúst 2019

Dimmalimm í Stykkishólmi

Dimmalimm í Stykkishólmi
Dimmalimm í Stykkishólmi

Hin ástsæla sýning Dimmalimm verður sýnd í Stykkishólmi á sunnudag 1. september kl.15.00. Sýnt verður í Tónlistarskóla Stykkishólms og fer miðasala fram á staðnum. Miðaverðið er það sama gamla góða og ævintýralega aðeins 2.500.- krónur og það er posi á staðnum. Dimmalimm bolirnir vinsælu verða einnig til sölu en heldur er nú farið að minnka lagerinn og eru sumar stærðirnar þegar uppseldar. Leikskráin okkar er að vanda vegleg inniheldur allt handrit leiksins og er einnig litabók. 

Dimmalimm var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári og hefur verið sýnd yfir 30 sinnum víða um land. Ferðalag Dimmalimm heldur áfram á þessu leikári.