mánudagurinn 20. maí 2019

Dimmalimm, Karíus og Baktus í leikferð

Dimmalimm, Karíus og Baktus, verða á Patró, Bíldó og Hólmavík á helginni
Dimmalimm, Karíus og Baktus, verða á Patró, Bíldó og Hólmavík á helginni

Á helginni komandi verður Dimmalimm á leikferð um Vestfirði ásamt þeim Karíusi og Baktusi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þessi tvö vinsælu barnaleikverk eru sýnd saman því á páskum voru leikirnir sýndir í leikhúsinu á Þingeyri við miklar vinsældir og aðsókn. Það er einmitt Leikdeild Höfrungs á Þingeyri sem stendur að sýningunni á Karíus og Baktus en leikstjóri er Elfar Logi Hannesson, leikarinn í Dimmalimm. 

Alls verða leikirnir tveir sýndir á þremur stöðum á Vestfjörðum nú um helgina. Leikurinn hefst á Patreksfirði kl.13.00. Sama dag kl.17.00 verður sýnt á Bíldudal. Leikferðinni líkur síðan á Hólmavík á sunnudeginum kl.15.00. Miðaverð er aðesins 3.900.- krónur en sérstakt fimm Dimmalimm tilboð er í boði. Ef þú pantar fimm miða borgar þú bara fyrir fjóra.

Miðasala á staðnum og í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 823 7665.