þriðjudagurinn 18. febrúar 2014
Búkolla og Fjalla-Eyvindur fyrir norðan á helginni
Kómedíuleikhúsið hefur allt frá upphafi ferðast mikið um landið með leiksýningar sínar.Enda hafa langflestar sýningar okkar verið hugsaðar sem ferðasýningar. Um helgina förum við í leikferð um Norðurland. Verðum með tvær leiksýningar að þessu sinni. Hina vinsælu ævintýrasýningu Búkolla - Ævintýraheimur Muggs sem hefur verið sýnd um þrjátíu sinnum. Með í för er einnig nýjasta leiksýning okkar Fjalla-Eyvindur en þetta er í fyrsta sinn sem sýningin verður sýnd utan Vestfjarða.
Föstudaginn 21. febrúar verður Búkolla sýnd í grunnskólum Fjallabyggðar. Sýnt verður bæði á Siglufirði og Ólafsfirði. Daginn eftir eða laugardaginn 22. febrúar verður Fjalla-Eyvindur í aðalhlutverki. Þessi ný vinsæli útilegumannaleikur verður sýndur á hinni frábæru Eyvindarstofu á Blönduósi. Þar er sögu útileguhjónanna Eyvindar á Höllu gerð skil. Það er tilvalið að gera meira úr kveldinu og fá sér að borða fyrir sýningu á Eyvindarstofu. Miðasala og borðapantanir eru þegar hafnar á Eyvindarstofu í síma: 453 5060.
Rétt er að benda á heimasíðu Eyvindarstofu www.eyvindarstofa.is
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06