mánudagurinn 22. mars 2021

Bakkabræğur miğasala hafin

Miğasölusími: 891 7025
Miğasölusími: 891 7025

Bakkabræður er bráðfjörugt brúðuleikrit um hina einu sönnu bræður frá Bakka þá Gísla, Eirík og Helga. Kómedíuleikhúsið hefur fangað fjörið sem fylgir þessum þekktustu klaufabárðum Íslandssögunnar og setur upp sýningu þar sem ævintýri Bakkabræðra eru færð yfir í töfrandi búning brúðuleikhússins.

Lögin í sýningunni eru sungin af Diddú við tónlist sem Björn Thoroddsen, gítarleikari, semur og flytur. Marsibil G. Kristjánsdóttir hannar ævintýraheim leiksýningarinnar og gerir brúðurnar sömuleiðis. Leikari og þjónn brúðanna er Elfar Logi Hannesson, sem einnig er höfundur verksins ásamt Sigurþóri A. Heimissyni sem jafnframt leikstýrir.

 

Sýningar

Verið velkomin til Vestfjarða í apríl. Sýningarnar um Bakkabræður verða haldnar alla páskadagana í byrjun mánaðarins í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal, Dýrafirði, auk tveggja annarra sýninga í apríl.

 

1. apríl – Frumsýning kl. 14.00

2. apríl – Önnur sýning kl. 14.00

3. apríl – Þriðja sýning kl. 14.00

4. apríl – Fjórða sýning kl. 14.00

10. apríl – Fimmta sýning kl. 14.00

17. apríl – Sjötta sýning kl. 14.00

Miðasölusími: 891 7025

Einnig hægt að panta miða með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is