föstudagurinn 26. mars 2021
Bakkabræður láta bíða eftir sér
Einsog okkur öllum er ljóst þá er veiruskömmin aftur komin í aðalhlutverk hér á landi. Því bregðumst við öll hratt og skjótt við með góðum samtakamætti. Komum veirunni aftur í aftursætið og helst bara í skottið, skellum hengilásnum á og hendum svo lyklinum útí buskann.
Við ætluðum að frumsýna nýjasta verk okkar Bakkabræður 1. apríl en það verður víst bara alvörru aprílgabb. Það var allt að verða tilbúið fyrir frumsýningu, plakat komið í hús, leikskrá á leið í prentun, byrjað að auglýsa, senda út fréttatilkynningar, byrjað að renna sýningunni, lýsing hönnuð og meira að segja miðasala hafin. Við viljum nota tækifærið og þakka frábærar móttökur í miðasölunni því allt stefndi í að fyrstu 4 sýningarnar væru orðnar uppseldar þar til ákallið kom og veira dró tjöld leikhússins fyrir. Hefði verið svo gaman að taka á móti ykkur öllum í leikhúsinu okkar í Haukadal Dýrafirði. En enga vitleysu við tökum öll á veirunni saman og þá næst bestur árangur.
Við sjáum svo bara til hvenær aftur verði fært til leiksýningahalds.
Styrkjum okkar eigin hóp hvert og eitt og gerum eitthvað skemmtilegt og gefandi meðan á þessu milliveirustandistendur.
Gangi ykkur allt að sólu og sjáumst í leikhúsinu í Haukadal á Bakkabræðrum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06