f÷studagurinn 13. desemberá2019

A­venta lesin Ý Leiklistarmi­st÷­inni

VinsŠlasta jˇlasaga ■jˇ­arinnar lesin Ý Leiklistarmi­st÷­inni
VinsŠlasta jˇlasaga ■jˇ­arinnar lesin Ý Leiklistarmi­st÷­inni

Laugardaginn 14. desember verður ein ástsælasta jólasaga þjóðarinnar, Aðventa, eftir Gunnar Gunnarsson lesin á Þingeyri. Lesturinn fer fram í leiklistarmiðstöð Kómedíuleikhússins að Vallargötu Þingeyri. Lesturinn hefst kl.14.14 á laugardag og mun standa um tvo og hálfan klukkutíma. Boðið verður upp á heitt súkkulaði og smákökur meðan á lestrinum stendur. Aðgangur er ókeypis og gestum er velkomið að koma og fara á hvaða tíma sem er. 

Alls munu sjö heimamenn lesa Aðventu Gunnars á laugardag. Gunnhildur Elíasdóttir hefur lesturinn en einnig munu þau Arnar Sigurðsson, Marsibil G. Kristjánsdóttir, Jónína Hrönn Símonardóttir, Arnhildur Lillý Karlsdóttir og tveir til lesa. 

Aðventa ljómar af þeim dimma og bjarta eldi sem kviknar af neistafluginu þegar veruleika og skáldskap er slengt saman, því að aðalpersónan Benedikt og leit hans að kindum uppi á öræfum í grimmasta mánuði íslensks vetrar eiga rætur sínar í veruleikanum.

Engin bók Gunnars hefur farið jafn víða um lönd og Aðventa sem hefur verið þýdd á um 20 tungumál.

Sagan er einföld á yfirborðinu, ekki flókin þegar því sleppir, heldur djúp og frjósöm. Stíll Gunnars er hvergi jafn látlaus og blátt áfram fallegur eins og í Aðventu.