föstudagurinn 13. apríl 2018

80 sıning á Gísla á Uppsölum

Gísli í 80 sinn
Gísli í 80 sinn

Leikritið vinsæla um Gísla á Uppsölum hefur sannlega slegið í gegn. Nú er Gísli kominn austur og var fyrst sýndur í Egilsbúð Neskaupstað. Núna á laugardag, 14. apríl, verður Gísli á fjölunum í Valhöll Eskifirði. Er það jafnframt 80 sýning á leiknum. Hverjum hefði nú dottið það í hug að sýningarnar yrðu svona margar og víða. 

Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa vinsælu sýningu því það eru aðeins tvær sýningar eftir og er uppselt á aðra þeirra. En laust á lokasýninguna sem verður í Versölum Þorlákshöfn fimmtudaginn 26. apríl kl.20.00.