mánudagurinn 28. maí 2018

2 sýningar á EG í vikunni

EG slær í gegn í Einarshúsi
EG slær í gegn í Einarshúsi

Okkar 42 verk var frumsýnt í liðinni viku í Einarshúsi Bolungavík. Um er að ræða kraftmikla- og sögulega sýningu er fjallar um hugsjóna og athafnamanninn Einar Guðfinnsson, eða EG. Nú þegar hafa verið sýndar þrjár sýningar á EG við fanta fínar viðtökur og aðsókn. Í þessari viku verða tvær sýningar á EG og eru þegar örfá sæti laus á aðra þeirra. Fyrri sýningin verður á fimmtudag 31. maí kl.20.00. Seinni sýningin verður á Sjómannadag, sunnudaginn 3. júní kl.17.00. Miðasala er í blússandi gangi í Einarshúsi sími 456 7901. Sýnt verður í Einarshúsi og er rétt að geta þess að ólíkt öðrum sýningum Kómedíuleikhússins sem jafnan hafa verið ferðasýningar þá verður EG aðeins sýnt í Einarshúsi Bolungavík.

Leikari í EG er Elfar Logi Hannesson sem einnig er höfundur leiksins ásamt Rúnar Guðbrandssyni sem jafnframt leikstýrir. Magnús Arnar Sigurðarson hannar lýsingu og höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen.

EG er 42 verkefni Kómedíuleikhússins.