EG

Einstakur einleikur um athafnamanninn og föður Bolungavíkur Einar Guðfinnsson. 

 

,,Hreint út sagt, afbragssýning" Rögnvaldur Bjarnason

,,Algjörlega frábær sýning, mæli með henni." Gunnhildur Björk Elíasdóttir
,,Þetta er frábær sýning sem ég mæli óhikað með." Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir.

 

Lokasýningar Einarshúsi Bolungavík í sumar

 

19. sýning lau. 6. júlí Markaðshelgin

20. sýning mið. 10. júlí kl.20.00

21. sýning sun. 14. júlí kl.16.00 ALLRA SÍÐASTA SÝNING

Miðasölusími: 823 7665 

 

Ungur að árum hóf Einar útgerð á sexæringi. Hugurinn hans stefndi hátt og áður en yfir lauk hafði hann byggt upp mörg fyrirtæki í útgerð og margþættum rekstri. Hér er á ferðinni kraftmikil leiksýning þar sem róið er á ýmis mið og gjarnan teflt á tæpasta vað. 
Höfundar leiksins eru þeir Elfar Logi Hannesson og Rúnar Guðbrandsson. Sá fyrrnefndi er í hlutverki Einars en Rúnar leikstýrir. Höfundur tónlistar er Björn Thoroddsen en lýsingu hannaði Magnús Arnar Sigurðsson. Það er hið vestfirska Kómedíuleikhús sem setur EG á senu.