miđvikudagurinn 17. október 2012

Íslensk ćvintýri ný Ţjóđleg hljóđbók

Nýja Ţjóđlega hljóđbókin komin í verslanir um land allt
Nýja Ţjóđlega hljóđbókin komin í verslanir um land allt

Út er komin ný Þjóðleg hljóðbók. Að þessu sinni eru það Íslensk ævintýri. Að vanda sækir útgáfan í hinn djúpa og gjöfula þjóðsagnaarf þjóðarinnar. Ævintýrin íslensku eru fjölmörg og á Íslensk ævintýri má finna rjómann af þeim bestu. Öll ævintýrin á hljóðbókinni eru úr safni meistara Jóns Árnasonar. Meðal ævintýra á þessari Þjóðlegu hljóðbók, Íslensk ævintýri, má nefna Búkolla, Sagan af Fóu feykirófu, Lokalygi, Flugan og uxinn, Koltrýnu saga og síðast en ekki síst Karlssonur, Lítill, Trítill og fuglarnir. Hljóðbókin fæst í verslunum um land allt og einnig hér á heimasíðunni. Verðið er það sama góða og þjóðlega aðeins 1.999.- kr. Íslensk ævintýri er önnur Þjóðlega hljóðbókin sem kemur út á þessu ári en alls hafa verið gefnar út tíu Þjóðlegar hljóðbækur.

miđvikudagurinn 26. september 2012

Kómedían í Tónlistarskólann

Kómedíuleikhúsiđ verđur til húsa í kjallaranum í Tónlistarskólanum
Kómedíuleikhúsiđ verđur til húsa í kjallaranum í Tónlistarskólanum

Þessa dagaana er Kómedíuleikhúsið að flytja sig um set á eyrinni á Ísafirði. Síðustu tvö ár hefur leikhúsið haft aðsetur í Listakaupstað í Norðurtangahúsinu. En allt er breytingum háð. Og nú er Kómedíuleikhúsið búið að fá inni í kjallara Tónlistarskóla Ísafjarðar. Nánar tiltekið í rýminu þar sem matreiðslan var í gamla daga og seinna smíðakennsla. Þetta er því rými með sál og hlökkum við mikið til að koma okkur þarna fyrir. Við þökkum Tónlistarskólanum kærlega fyrir að hafa boðið okkur inn og Kómedían sér bara tækifæri við þennan flutning. Kómedíuleikhúsið hefur oft sýnt í sal Tónlistarskólans, Hömrum, m.a. voru tveir af fyrstu einleikjum okkar sýndir þar. Það eru því spennandi tímar framundan í Kómedíuleikhúsinu.

ţriđjudagurinn 25. september 2012

Ćvintýriđ hefst á Bíldudal

Ćvintýriđ hefst á Bíldudal
Ćvintýriđ hefst á Bíldudal

Æfingar á nýju íslensku leikverki eru nú í blússandi gangi í Kómedíuleikhúsinu. Um er að ræða nýtt ævintýralegt leikrit fyrir börn á öllum aldri alveg frá 2.ja til 102.ja. Ævintýraleikurinn heitir Búkolla - Ævintýraheimur Muggs og eru hér tekin fyrir nokkur ævintýri og þjóðsögur sem bílddælski listamaðurinn Muggur myndstkreytti. Í gær bárust leikhúsinu frábærar fréttir en Vesturbyggð og fyrirtæki á Bíldudal ætla að bjóða öllum bæjarbúum á frumsýningu á Búkollu - Ævintýraheimi Muggs. Frumsýnt verður í Baldurshaga á Bíldudal sunnudaginn 21. október kl.15 og eru allir bæjarbúar ekki bara á Bíldudal heldur í allri Vesturbyggð velkomnir. Að sýningu lokinni verður boðið uppá veitingar að hætti Bílddælinga. Það er sannarlega ánægjulegt að frumsýna Búkollu í heimabæ Muggs sem er án efa einn frægasti sonur Arnarfjarðar. Varla er hægt að byrja ævintýri sem þetta á betri hátt. Eftir frumsýningu á Bíldudal tekur við leikferð í grunn- og leikskóla Vestfjarða en skólar eru þegar byrjaðir að panta sýninguna til sín.

Leikrit um Sigvalda Kaldalóns verđur frumsýnt á leikárinu
Leikrit um Sigvalda Kaldalóns verđur frumsýnt á leikárinu

Í dag er kómískur dagur. Því í dag kynnum við leikárið okkar sem er sannarlega ævintýralegt og sögulegt. Tvö ný íslensk leikrit verða frumsýnd auk þess verða tveir góðir kómedíukunningar áfram á fjölunum. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi á leikárinu því úrval sýninganna er sannarlega eitthvað fyrir alla. Fyrsta frumsýning leikársins er í október þegar ævintýraleikurinn Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Hér er á ferðinni ævintýraleg sýning fyrir börn á öllum aldri. Hér eru gömlu góðu þjóðsögurnar og ævintýrin í aðalhlutverki. Þessir þjóðlegu gullmolar sem vestfirski listamaðurinn Muggur myndskreytti svo vel að enn eru landmönnum að góðu kunn. Gullmolarnir sem við sögu koma eru Búkolla, Sálin hans Jóns míns og perlan Dimmalimm. Sýningin er ferðasýning og verður á fjölunum um land allt. Seinni frumsýning leikársins er einnig sótt í vestfirskan sagnaarf, Sigvaldi Kaldalóns. Doktorinn og tónskáldið átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan og víst var lífið þar ekki einsog í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Það er Elfar Logi Hannesson sem mun bregða sér í hlutverk Sigvalda en með honum á sviðinu verður tónlistarkonan Dagný Arnalds sem mun sjá um músík þátt sýningarinnar. Loks eru tveir sígildir Kómedíukunningjar á fjölunum á leikárinu. Fyrst ber að nefna fornkappann Gísla Súrsson. Sú sýning hefur verið á fjölunum síðan 2005 og hefur slegið í gegn svo ekki sé meira sagt. Sýningin hefur verið á ferðinni um land allt og einnig nokkrum sinnum á erlendri grund þar sem sýningin hefur unnið til verðlauna. Gísli Súrsson er fáanlegur bæði á íslensku og ensku og er sýndur um land allt árið um kring. Loks verður jólasýningin Bjálfansbarnið og bræður hans sýnd fyrir jólin. Að þessu sinni verður farið í leikferð með sýninguna bæði norður á land og einnig verður kikkað við í höfuðborginni.

Nánari upplýsingar um allar sýningar leikársins eru hér til hliðar á síðunni. Munið sýningar okkar eru allar ferðasýningar og eru því fáanlegar um land allt.

Kómedíuleikárið 2012 - 2013 er hafið hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu um land allt.

Góða Skemmtun.

ţriđjudagurinn 4. september 2012

Leikáriđ kynnt á morgun

Listamađurinn međ barnshjartađ var frumsýndur á síđasta leikári, ćtli vestfirskir listamenn komi viđ sögu á komandi Kómedíuári
Listamađurinn međ barnshjartađ var frumsýndur á síđasta leikári, ćtli vestfirskir listamenn komi viđ sögu á komandi Kómedíuári

Lokaundirbúningur fyrir leikárið 2012 - 2013 stendur nú yfir. Kómedíuleikárið verður sannarlega ævintýralegt með listrænu ívafi. Fimmtudaginn 13. september mun leikárið koma innum lúguna á öllum heimilum Vestfjarða. En leikárið er nú kynnt í Vestfirsku dagskránni sem kemur einmitt út vikulega hér vestra á fimmtudögum. Þó gaman væri að segja eitthvað um sýningar leikársins þá ætlum við að bíða með það þangað til á fimmtudag í næstu viku.

Sérstök kynning á leikári Kómedíuleikhússins 2012 - 2013 verður síðan laugardaginn 15. september kl.15.05 í Listakaupstað á Ísafirði. Sama dag er haldin Flóamarkaður í kaupstað listanna og því um að gera að bregða sér í kaupstað laugardaginn 15. september.

ţriđjudagurinn 21. ágúst 2012

Vinsćlasta leiksýning Vestfjarđa 237. sýning

Verðlaunasýningin Gísli Súrsson verður sýnd á söguslóðum miðvikudaginn 22. ágúst. Leikurinn verður sýndur á ensku fyrir 100 háskólanema sem dvelja nú hér vestra. Sýnt verður á Gíslastöðum í Haukadal sem stendur við enda tjarnarinnar þar sem ísknattleikurinn frægi var háður í Gísla sögu. Vinsældir leikritisins eru hreint ótrúlegar en ekkert vestfirskt leikrit hefur verið sýnt jafn oft en sýningin á miðvikudag er númer 237. Einleikurinn um Gísla Súrsson hefur verið sýndur um land allt og einnig víða erlendis í Albaníu, Lúxembúrg og Þýskalandi. Leikurinn hefur tvívegis fengið verðlaun á erlendum leiklistarhátíðum. Gísli Súrsson er hinsvegar ekkert á leiðinni í súr því í vetur verður skólum landsins boðið að fá sýninguna til sín. Einnig geta hópar ávallt pantað sýninguna sem hentar vel fyrir mannamót af öllum gerðum og aldurinn er jú bara afstæður því sýninguna fíla allir aldurshópar. 

sunnudagurinn 5. ágúst 2012

Sögulegu leikári lokiđ

Óhætt er að segja að vel hafi gengið hjá atvinnuleikhúsi Vestfjarða á liðnu leikári. Alls voru frumsýnd þrjú ný íslensk leikverk . Fyrsta frumsýning leikársins var í lok nóvember 2011. Þar var á ferðinni bráðfjörugt jólaleikrit Bjálfans barnið og bræður hans sem fjallar um vestfirsku jólasveinana. Leikurinn var sýndur í Listakaupstað á Ísafirði og var þetta jafnframt fyrsta leikverkið sem er sýnt þar. Sýningin fékk frábærar viðtökur og var sýnd alls 12 sinnum í kaupstaðnum fyrir fullu húsi. Næsta verk var frumsýnt í lok mars og að vanda var sótt í vestfirskan saganaarf. Nástönd - Skáldið á Þröm nefnist leikurinn og fjallar um alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon. Sýnt var á söguslóðum á Suðureyri við Súgandafjörð. Sýningar voru alls níu og auk þess verður leikurinn sýndur á Act alone leiklistarhátíðinni um næstu helgi. Þriðja og síðasta frumsýning leikársins fjallaði einnig um alþýðulistamann á Vestfjörðum. Enn var sýnt á söguslóðum og nú í Selárdal í Arnarfirði. Þar er sannkölluð ævintýraveröld sem Samúel Jónsson reisti sem er þekktur undir gælunafninu Listamaðurinn með barnshjartað. Sýnt var á sérstakri Sambahátíð og fékk sýningin mjög góðar viðtökur. Margt fleira var brallað á leikárinu. Farið var í sérstaka haustleikferð með sögulegu einleikina Bjarni á Fönix og Jón Sigurðsson strákur að vestan. Sýnt var á 16 stöðum á jafnmörgum dögum. Vinsælasta sýning Vestfjarða Gísli Súrsson var að vanda sýndur en gaman er að geta þess að flestar sýningarnar voru á ensku. Loks var miðaldaleikurinn Jórsalafarinn sýndur um Verslunarmannahelgina í Heydal. Semsé sérlega kómískt og sögulegt leikár.

Nú stendur yfir undirbúningur fyrir næsta Kómedíuleikár 2012 - 2013. Ekkert er gefið uppi ennþá um hvað mun vera á fjölunum en þó má lofa því að ný íslensk leikverk verða á efnisskránni og efnið verður sótt í hinn gjöfula vestfirska sagnaarf.

Kómedíuleikhúsið þakkar áhorfendum sínum um land allt fyrir leikárið sem var að líða. Hlökkum til að sjá ykkur öll og miklu fleiri á komandi Kómedíuleikári.

föstudagurinn 3. ágúst 2012

Jórsalafarinn í Heydal

Inndjúpsdagar verða haldnir í Heydal laugardaginn 4. ágúst. Þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldin hátíðlegur en hér er saga Vatnsfjarðar í aðalhlutverki. Kómedíuleikhúsið samdi sérstakan einleik fyrir Inndjúpsdaga og verður leikurinn sýndur nú á laugardag. Leikurinn heitir Jórsalafarinn og verður á fjölunum í Heydal kl.17. á laugardag. Verkið rekur sögu Vatnsfjarðar allt frá landmámi til miðaldar eða um fimm hundruð ár og það á aðeins 24. mínútum. Aðalsögupersóna leiksins er þó Björn Einarsson sem er betur þekktur undir gælunafninu Jórsalafarinn. Var hann víðförull mjög, höfingi og valdsmaður en kunni þó að skemmta sér eigi sjaldnar en þrisvar í viku. Nánar tiltekið á sunnudögum, þriðjudögum og fimmtudögum. Höfundur og leikari er Kómedíuleikarinn Elfar Logi.

miđvikudagurinn 1. ágúst 2012

Skáldiđ á Ţröm á Act alone

Hin einstaka leiklistarhátíð Act alone verður haldin dagana 9. - 12. ágúst. Að þessu sinni verður hátíðin haldin á Suðureyri við Súgandafjörð en þetta er níunda árið sem Act alone er haldin. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í fjörinu og sýnir hina rómuðu sýningu Náströnd - Skáldið á Þröm. Sýnt verður í Þurkveri á Suðureyi á opnunardegi Act alone fimmtudaginn 9. ágúst. Dagskrá Act alone í ár er sérlega vönuð og eineikin. Eitthvað fyrir alla og það er frítt inná alla viðburði hátíðarinnar, sem er nú bara einleikið. Meðal þeirra sem koma fram á Act alone 2012 má nefna Árna Pétur Guðjónsson með leikinn Svikarinn, Steinunn Ketilsdóttir sýnir Grímuverðlaunasýninguna Superhero og Valgeir Guðjónsson verður með einstaka tónleika. Allar upplýsingar um Act alone eru á heimasíðu hátíðarinnar á slóðinni

 

www.actalone.net

ţriđjudagurinn 10. júlí 2012

Skáldiđ á Ţröm á Sćluhelgi

Um helgin fer fram hin árlega Sæluhelgi á Suðureyri. Af því tilefni ætlar Kómedíuleikhúsið að sýna leikritið Náströnd - Skáldið á Þröm. Sýningar verða alls þrjár og er forsala á allar sýningar þegar hafin á veitingastaðnum Talisman á Suðureyri. Fyrsta sýningin verður á fimmtudag kl.21.30, næsta sýning daginn eftir á föstudag kl.17 og loks á sunnudag kl.20. Miðaverð er hið gamla góða kómíska 2.500.- kr.

Nástönd - Skáldið á Þröm var frumsýnt í vor á Suðureyri og var fullt útúr dyrum á öllum sýningum. Leikurinn fjallar um alþýðulistamanninn Magnús Hj. Magnússon sem er betur þekktur sem Skáldið á Þröm. Magnús var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljans. Höfundar leiksins eru þeir Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson sem einnig leikstýrir en Ársæll er í hlutverki skáldsins.

Eldri fćrslur