laugardagurinn 2. febrúar 2013

Styttist í Sigvalda Kaldalóns

Saga Kaldalóns ratar á leiksviđ
Saga Kaldalóns ratar á leiksviđ

Æfingar standa nú yfir af fullum krafti í herbúðum Kómedíuleikhússins á nýju íslensku leikriti. Hér er á ferðinni einstakt leikverk um tónskáldið ástsæla Sigvalda Kaldalóns. Í leikritinu er fjallað um ár Sigvalda í Ísafjarðardjúpi þar sem hann starfði sem læknir og samdi jafnframt mörg af sínum bestu lögum. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en hljóðfæraleikari er Dagný Arnalds.

Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt í Hömrum á Ísafirði. Frumsýning verður föstudaginn 22. febrúar og önnur sýning verður sunnudaginn 24. febrúar. Forsala miða hefst mánudaginn 18. febrúar í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða svo um að gera að verzla sér miða í tíma. Gaman er svo að geta þess að hið rómaða veitingahús Húsið verður með sérstakan leikhúsmatseðil í tilefni sýningarinnar Sigvaldi Kaldalóns. Allt þetta dæmi verður svo kynnt nánar á næstu dögum. 

Að endingu má geta þess að í dag, laugardag, verður opnuð sýningin Vestfirsk leiklist í Bókasafninu á Ísafirði. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir þessari sýningu í samstarfi við heimamenn m.a. okkur í Kómedíuleikhúsinu. Formleg opnun verður kl.14 í dag og þá munum við sýna stutt brot úr leikritinu Sigvaldi Kaldalóns. 

föstudagurinn 25. janúar 2013

Drakúla startar nýju ćvintýri

Við höfum stofnað nýjan klúbb sem er svo geggjaður og öðruvísi að það fá allir inngöngu í þennan klúbb. Vanda skal það sem lengi á að standa sagði vestfirska skáldið Steinn Steinarr. Því ákváðum við að hefja þetta nýjasta ævintýri okkar með því að kalla á hinn eina og sanna Drakúla. Loksins segja líklega flestir, loksins verður upphaflega sagan um Drakúla eftir Bram Stoker fáanleg á hljóðbók. Sem um leið er það fyrsta sem Hljóðbókaklúbburinn þinn býður uppá. Já, þú last rétt við höfum stofnað sérstakan hljóðbókaklúbb. Það borgar sig að vera í þessum klúbbi því þarna færðu besta hljóðbókaverð landsins. Þetta er einfalt dæmi þú færð fjórar nýjar hljóðbækur á ári sendar heim og þannig eignast þú einstakt hljóðbókasafn á geggjuðu verði. Allt á 35% afslætti og takið eftir ekkert sendingargjald. Allt er mögulegt nú þegar hafa nokkrir Íslendingar sem búa erlendis skráð sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn og það er bara ekkert mál. Skiptir engu hvort þú átt heima í Hrísey eða Honduras. Allir fá inngöngu í Hljóðbókakúbbinn þinn.

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn sendu okkur einfaldlega tölvupóst komedia@komedia.is hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Það er allt og sumt.

Hljóðbækur ársins eru:

 

Febrúar:

Drakúla - Makt myrkranna. Hin eina sanna saga eftir Bram Stoker

 

Maí:

Skrímslasögur. Úrval úr þjóðsagnasafni Íslands

 

September:

Piltur og stúlka. Eftir Jón Thoroddsen

 

Nóvember:

Álfa- og jólasögur. Úrval úr þjóðsagnasafni Íslands

fimmtudagurinn 10. janúar 2013

Leikrit um Sigvalda Kaldalóns

Undirbúningur fyrir fyrstu frumsýningu ársins er nú í fullum gangi í Kómedíuleikhúsinu. Enn á ný frumflytur Kómedían nýtt íslenskt leikrit en einsog kom fram í annál leikhússins bendir allt til þess að Kómedían sé duglegust allra atvinnuleikhúsa landsins að frumsýna ný íslensk leikverk. Leikritið sem um ræðir heitir einfaldlega Sigvaldi Kaldalóns.Höfundur og aðalleikari er Elfar Logi Hanneson. Með honum á sviðinu er tónlistarkonan Dagný Arnalds sem mun flytja helstu perlur Kaldalóns á sinn einstaka máta. Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður frumsýnt í lok febrúar í Hömrum á Ísafirði.

Í þessu fyrsta verki um vinsælasta tónskáld þjóðarinnar er fjallað um ár Sigvalda í Ármúla í Djúpi. Í þessu afskekksta læknishéraði landsins starfaði hann í áratug og víst var lífið þar ekki einsog í einhverjum einföldum söngleik. Þrátt fyrir marga erfiðleika þá blómstraði listamaðurinn í lækninum og hann samdi um 100 lög á þessum tíma. Of langt mál er að nefna þau öll en nægir að nefna perlurnar Ég lít í anda liðna tíð, Sofðu góði sofðu, Þú eina hjartans yndið mitt og Svanurinn minn syngur. Öll þess lög og miklu fleiri verða í leikritið Sigvaldi Kaldalóns sem verður einsog áður sagði frumsýnt á Ísafirði í lok febrúar. 

mánudagurinn 31. desember 2012

Annáll Kómedíuleikhússins 2012

1 af 2

Tíminn hefur sannarlega teymt okkur til nýrra og óvæntrar ævintýra á árinu 2012. Það er við hæfi að líta aðeins um Kómedíuöxlina og rifja upp það helsta sem hefur gerst á Kómedíuárinu sem aldrei kemur til baka. Margt var brallað, við héldum áfram að frumsýna ný íslensk verk. Hvorki fleiri né færri en fjögur verk voru frumflutt á árinu. Þó við getum ekkert fullyrt þá er ekki ólíklegt að Kómedíuleikhúsið sé duglegasta leikhús landsins við að frumflytja íslensk leikverk. Já, ætli þetta sé ekki bara Íslandsmet. Eldri verk voru enn á fjölunum og að vanda var verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur víða. Tvær nýjar hljóðbækur voru gefnar út. Farið var í leikferð um landið og margt fleira. En svona var Kómedíuárið 2012.

 

Fjögur ný íslensk leikverk

Kómedíuleikhúsið hefur einbeitt sér að því að vinna úr hinum gjöfula sagnaarfi Vestfjarða enda erum við vestfirskt leikhús og því eðlilegt að vinna með okkar sögu. Fyrsta frumsýning ársins var á leikverkinu Náströnd - Skáldið á Þröm. Frumsýnt var í mars á söguslóðum nánartiltekið á Suðureyri við Súgandafjörð. Leikurinn fjallar um ævi Magnúsar Hj. Magnússonar sem margir þekkja sem Skáldið á Þröm. Leikgerð gerðu Ársæll Níelsson og Elfar Logi Hannesson og byggðu á dagbókum skáldsins. Sá fyrrnefndi lék en Elfar Logi leikstýrði. Tónlist gerði Jóhann Friðgeir Jóhannsson og nafni hans Daníelsson hannaði lýsingu. Sýningar gengu framar öllum vonum og var leikurinn sýndur hátt í 20 sinnum á Suðureyri og einnig á Act alone sem var nú haldin á Suðureyri í fyrsta sinn. Í haust voru einnig nokkrar sýningar í höfuðborginni. 

Fyrsta maí frumsýndi Kómedíuleikhúsið vestfirska verkalýðsleikritið Í vinnufötum og slitnum skóm. Leikurinn er byggður á bók Sigurðar Péturssonar Vindur í seglum. Höfundur og leikari var Elfar Logi Hannesson en Marsibil G. Kristjánsdóttir leikstýrði. Skömmu síðar eða þann 7. júlí var sérlega velheppnuð frumsýning. Í Selárdal í Arnarfirði var haldin sérstök Sambahátíð til að heiðra minningu alþýðulistamannsins Samúels í Selárdal. Að því tilefni gerði Kómedíuleikhúsið leikritið Listamaðurinn með barnshjartað en það var Sambi einmitt kallaður. Sýnt var utandyra á túni Samba á Brautarholti í Selárdal innan um öll einstöku listaverk og byggingar hans. Einstök stemning var á sýningunni og þótti sýningin afar vel heppnuð.

Fjórða og síðasta frumsýning ársins var einnig í hinum göldrótta Arnarfirði. Nánartiltekið í Baldurshaga á Bíldudal þar sem flutt var ævintýraleikritið Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Verkið fjallar einmitt um list frægasta sonar þorpsins Guðmudar Thorsteinssonar eða Muggs einsog hann er nefndur. Leikurinn var frumsýndur í mars og hefur þegar verið sýndur um 20 sinnum á Vestfjörðum. Á komandi ári verður síðan farið í leikferð um landið. 

Eldri verk Kómedíuleikhússins voru einnig á fjölunum og þar fór fremstur í flokki útlaginn Gísli Súrsson. Vinsældir þessa sýningar eru endalausar og var alveg helling af sýningum á verðlaunaleiknum á árinu. Sýnt var bæði á íslensku og ensku oftast á söguslóðum í Haukdal í Dýrafirði en einnig í Geirþjófsfirði og víðar um landið.

Hljóðbókaútgáfa Kómedíuleikhússins hefur gengið framar öllum vonum. Á árinu bættust tvær hljóðbækur í sarpinn Galdrasögur og nú í haust kom út tíunda hljóðbók okkar sem hetir Íslensk ævintýri. Á komandi ári er stefnt að því að tvöfalda hljóðbókaútgáfu okkar auk þess hefur verið stofnaður Hljóðbókaklúbburinn þinn og má lesa allt um þann góða klúbb á heimasíðunni okkar. 

Áður en við lokum Kómedíuárinu 2012 er rétt að geta þess að leikhúsið flutti á árinu. Síðustu tvö ár höfum við haft aðsetur í Listakaupstað á Ísafirði. Þessi einstaki félagsskapur gaf upp öndina á árinu og þar með misstum við okkar Kómedíuhreiður. Allt leit út fyrir að við enduðum á götunni því erfitt gekk að finna nýtt hreiður. En við erum heppinn. Sigríður Ragnarsdóttir skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar sem hefur oftar en einu sinni rétt Kómedíuleikhúsinu hjálparhönnd og verið mikill stuðningur til handa listum á Ísafirði og bauð okkur húsnæði. Um er að ræða tvo litla sali í kjallara Tónlistarskóla Ísafjarðar og þar erum við til húsa í dag. 

Margt fleira hefur gerst á Kómedíuárinu en við látum nú staðar numið og gerum okkur klár fyrir komandi Kómedíuár. Það er margt spennandi framundan og við horfum mjög Kómískum augum á 2013. Að lokum þökkum við öllum þeim sem hafa lagt okkur lið á árinu. Áhorfendum, styrktaraðilum, listamönnum og landsmönnum öllum.

Megi árið 2013 verða okkur öllum Kómískt og sérlega gott.

ţriđjudagurinn 25. desember 2012

Hljóđbókaklúbburinn ţinn fćr frábćrar móttökur

Óhætt er að segja að vel hafi verið tekið í nýjasta útspil kómedíu. Enda er hér á ferðinni einstakt dæmi þar með bestu kaupunum. Hvað er hér verið að tala um? Jú, nýjan klúbb þar sem allir geta verið félagar alveg óháð aldri og stöðu. Hljóðbókaklúbburinn þinn heitir þessi nýjasti klúbbur þjóðarinnar. Síðustu árin hefur Kómedíuleikhúsið haslað sér völl með mjög góðum árangri síðustu ár. Útgáfan hefur verið byggð upp hægt og rólega og nú er óhætt að segja að króinn sem kominn með fætur. Hljóðbókin hefur verið að eignast fleiri og fleiri áðendur með hverju árinu sem líður. Enda er gott að láta lesa fyrir sig og ekki hefur tæknin verið að skemmilegja fyrir hljóðbókinni. O, nei það er hægt að hlusta á góða hljóðbók hvar sem er. Í bifreiðinni á leið í vinnu eða í fríið, í eldhúsinu við uppvaskið, í tövlunni meðan þú stemmir af heimilsbókhaldið og meira að segja á skokkinu. Hljóðbókin hentar fyrir alla hvar og hvenær sem er.

Með því að ganga í Hljóðbókaklúbbinn þinn færð þú hljóðbækur okkar á besta verði landsins. Við gefum út fjórar magnaðar og fjölbreyttar hljóðbækur út á ári. Þú færð allan pakkann á 35% afslætti og þarft aldrei að borga sendingargjaldið við sjáum um það. Auk þess færðu Hver hljóðbók er rukkuð þegar hún kemur til þín og því þarftu aldrei að greiða fyrirfram né fyrir allan árspakkann. Síðast en ekki síst fá allir félagar 50% afslátt á öllum eldri hljóðbókum okkar en við höfum gefið út tíu hljóðbækur.

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn. Sendu okkur einfaldlega tölvupóst á komedia@komedia.is og hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Þar með ertu kominn í Hljóðbókaklúbbinn þinn. 

 

Útgáfa ársins 2013:

Febrúar:

Drakúla Makt myrkranna. Hin eina sanna saga eftir Bram Stoker.

Maí:

Skrímslasögur. Úrval skrímslasagna úr þjóðsagnasafni Íslands.

Septemer:

Piltur og stúlka. Eftir Jón Thoroddsen álitin vera fyrsta skáldsaga Íslands.

Nóvember:

Álfa- og jólasögur. Úrval sagna úr þjóðsagnasafni Íslands. 

 

föstudagurinn 21. desember 2012

Jólaskemmtun KómedíuleikHússins

Bjálfansbarniđ og brćđur hans mćta á Jólaskemmtun KómedíuleikHússins
Bjálfansbarniđ og brćđur hans mćta á Jólaskemmtun KómedíuleikHússins

Núna á laugardagur býður Kómedíuleikhúsið og veitingastaðurinn Húsið Vestfirðingum öllum á jólaskemmtun. Fjörið verður á planinu flotta við Húsið sem hefur nú þegar fengið flottan jólabúning því þar eru bæði komin jólaljós og tré. Jólaskemmtun KómedíuleikHússins hefst kl.15 á laugardag. Öllum er boðið og þetta verður bara jólastuð. Hinn vinsæli jólasveinn Hurðaskellir tekur á móti gestum og kemur þeim í rétta jólaskapið. Skömmu síðar stíga vestifrsku jólasveinarnir á stokk á útisviðinu á plani Hússins. Þessir jólasveinar hafa sannarlega málað bæinn rauðann fyrir þessi jól enda eru þetta algjörir jólasveinar. Förum saman í bæinn á Ísó á morgun og skellum okkur á Jólaskemmtun KómedíuleikHússins, það kostar ekkert.

laugardagurinn 15. desember 2012

Hljóđbókaklúbburinn ţinn

Við viljum gera vel við okkar fólk og því höfum við stofnað sérstakan klúbb utan um hljóðbókaútgáfu okkar. Króinn heitir einfaldlega Hljóðbókaklúbburinn þinn. Það borgar sig að vera í þessum klúbbi því þarna færðu langbestu kjörin. Félagar fá 35% af hverri hljóðbók en við gefum út 4 hljóðbækur á ári. Ekki er þó allt talið því félagar fá 50% afslátt af öllum eldri hljóðbókum okkar en við höfum gefið út 10 hljóðbækur. Þannig getur þú eignast þær allar á góðu verði eða jafnvel notað til gjafa. Síðast en ekki síst þá þarftu ekki að borga sendingarkostnaðinn því við sjáum um hann. Hver hljóðbók er rukkuð þegar hún kemur til þín og því þarftu ekki að greiða allt fyrirfram. 

Í tilefni góðra daga og framtíðar þá erum við með sérstakt áskriftartilboð. Allir sem ganga í Hljóðbókaklúbbinn þinn fá eina hljóðbók að gjöf og verður hún send með fyrstu hljóðbók ársins. Tilboðið gildir frá og með núna og alveg til 4. febrúar 2013.

 

Hljóðbækur ársins eru:

Dracula Makt myrkranna, hin eina sanna skáldsaga eftir Bram Stoker kemur út í febrúar

Skrímslasögur, úrval sagna úr þjóðsagnasafni þjóðarinnar kemur út í maí

Piltur og stúlka, fyrsta skáldsaga Íslands eftir Jón Thoroddsen kemur út í september

Álfa- og jólasögur, úrval sagna úr þjóðsagnasafni þjóðarinnar kemur út í nóvember

 

Allt þetta á 35% afslætti og engin sendingarkostnaður. Verðið er alveg einstakt:

Skáldsögurnar á 1.949.- kr en fullt verð er 2.999.- kr.

Þjóðsagnahljóðbækurnar á 1.299.- kr en fullt verð er 1.999.- kr

 

Það er einfalt að skrá sig í Hljóðbókaklúbbinn þinn. Sendu einfaldlega póst á netfangið komedia@komedia og hafðu með nafn þitt og heimilsfang. Þannig færð þú allar hljóðbækurnar á besta verði landsins. 

mánudagurinn 3. desember 2012

Bjálfansbarniđ og Gísli Súrsson í borginni

Bjálfansbarniđ skundar nú í bćinn
Bjálfansbarniđ skundar nú í bćinn

Jólaleikritið Bjálfansbarnið og bræður hans hefur verið sýnt af blússandi krafti síðustu vikur. Í síðustu viku var farið í leikferð um Norðurland og heppnaðist sú leikferð sérlega vel. Þá heimsóttum við m.a. Skagaströnd, Hrísey og Siglufjörð. En nú skal skundað með vetfirsku jólasveinana til höfuðborgarinnar. Það verður ekki aðeins sýnt í borginni heldur og í Borgarnesi. Bjálfansbarnið og bræður hans fá ferðafélaga með sér í þessa höfuðborgarferð en það er enginn annar en kappinn Gísli Súrsson. En þetta vinsælasta leikrit Vestfjarða og líklega mun víðar verður sýnt í Árbæjarskóla í vikunni. Gísla Súrsson þarf vart að kynna hjá Kómedíuleikhúsinu en þó má geta þess að þetta verður sýning númer 239.

laugardagurinn 24. nóvember 2012

Jólaleikritiđ Bjálfansbarniđ í skólum

Bjálfansbarniđ sýnt um land allt
Bjálfansbarniđ sýnt um land allt

Jólaleikritið vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans er nú komið í sýningar af sönnum jólasveinakrafti. Þegar hafa verið sýndar nokkrar sýningar fyrir vestan og nú liggur leðin norður í land. Sýnum í skólum vikuna 26. - 30. nóvembe um Norðurland eða allt frá Skagaströnd til Hríseyjar. Aðeins einn sýningardagur laus pantið því strax í dag. 

Fyrstu vikuna í desember verður Bjálfansbarnið sýnt í skólum á höfuðborgarsvæðinu. Sýnt verður vikuna 3. - 7. desember getum enn bætt við okkur nokkrum sýningum. 

Það er auðvelt að panta sýningu sendið okkur bara tövlupóst á komedia@komedia.is eða hringið í síma: 891 7025.

Bjálfansbarnið er sprellandi fjörugt jólaleikrit fyrir börn á öllum aldri. Hér er sagt frá vestfirsku jólasveinunum sem hafa ekki sést meðal manna í eina öld ef ekki meira. En nú koma þeir aftur til byggða og mála bæinn rauðan með sínum einstaka hætti. 

miđvikudagurinn 21. nóvember 2012

Bjálfansbarniđ málar bćinn rauđan...aftur

Bjálfansbarniđ og brćđur hans fara víđa fyrir ţessi jól
Bjálfansbarniđ og brćđur hans fara víđa fyrir ţessi jól

Jólasýningin vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans er nú sýnd annað leikárið í röð. Fyrsta sýning var í morgun þegar æska Grunnskóla Ísafjarðar mætti í leikhúsið. Skömmu síðar kom annar hópur frá skólanum og allt ævintýrið var leikið á nýjan leik. Mikið stuð var á sýningunum einsog búast mátti við þegar þessir vestfirsku jólasveinar stíga á stokk. Krakkarnir fengu meira að segja að spreyta sig á leiksviðinu og túlkuðu hvern vestfirska sveinin á fætur öðrum. Greinilega efnilegir leikarar á Ísafirði. Á morgun kemur síðan annar hópur frá Grunnskólanum og sjá ævintýrið um Bjálfansbarnið og bræður hans. Sýningarnar eru partur af tvíhliða samningi leikhússins við Ísafjarðarbæ og á næstunni verða fleiri skólar bæjarins heimsóttir.

En vertíðin er rétt að byrja hjá vestfirsku jólasveinunum því í næstu viku fara þeir á flakk um Norðurland. Sýnt verður í skólum hér og þar fyrir norðan allt frá Skagaströnd til Hríseyjar og allt þar á milli. Eftir ferðina norður fara þeir ekki niður heldur suður og verða á fjölunum víða í höfuðborginni og nágrenni. 

Eldri fćrslur