sunnudagurinn 8. nóvember 2015

Búkolla í Súðavík

Búkolla baular í 43 sinn
Búkolla baular í 43 sinn

Mánudaginn 9. nóvember sýnir Kómedíluleihúsið ævintýraleikinn vinsæla Búkolla í grunnskóla Súðavíkur. Sýningin er partur af samningi leikhússins við Súðavíkurhrepp um valdar uppákomur og viðburði í sveitarfélaginu á árinu.

Búkolla hefur notið mikilla vinsælda og er sýningin í Súðavík sú 43 á leiknum. Enda er hér á ferðinni sannkallaður ævintýraleikur byggður á völdum þjóðsögum og ævintýrum. Sögurnar og ævintýrin eiga það þó sameiginlegt að myndlistarmaðurinn Guðmundur Thorsteinsson, Muggur, myndskreytti þau öll. Muggur sem er Bílddælingur var mikill unnandi íslenskra þjóðsgana og ævintýra einsog sjá má á verkum hans. Þannig myndskreytti hann þjóðsagnagersemi á borð við Búkollu, Sálina hans Jóns míns og Klippt eða skorið. Hann samdi einnig ævintýri sem er án efa eitt það vinsælasta hér á landi. Nefnilega Dimmalimm. 

Muggur hefur komið nokkuð við sögu Kómedíuleikhússins enda er bæði saga hans og ferill ævintýrum líkust. Þannig var fyrsti stóri einleikur okkar um hans ævi og nefndist einfaldlega Muggur. Leikurinn um Mugg var frumsýndur á fæðingarstað söguhetjunnar á Bíldudal árið 2002. Eftir það var sýnt bæði á Ísafirði og í Borgarleikhúsinu. Árið 2006 frumsýndi síðan Kómedíuleikhúsið nýja leikgerð á ævintýrinu Dimmalimm. Sú sýning sló algjörlega í gegn og var sýnd um 80 sinnum bæði hér heima og erlendis. Búkolla er því þriðja leikverkið sem Kómedíuleikhúsið gerir og tengist Mugg á einn eða annan hátt. Eigi er uppgefið hvort Muggs leikverkin verði fleiri því í leikhúsinu veit maður aldrei hvað getur gerst. Þetta er einsog í ævintýrunum. 

laugardagurinn 31. október 2015

Leiklist á Bíldudal bráðskemmtilegt lesefni

Leiklist á Bíldudal hittir í mark
Leiklist á Bíldudal hittir í mark

Kómedíuleikhúsið gaf fyrir skömmu út bókina Leiklist á Bíldudal. Höfundur bókarinnar er bílddælski leikarinn Elfar Logi Hannesson. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur og þegar hafa verið seld hátt á annað hundrað eintök. Hlynur Þór Magnússonn ritar fyrir Bæjarins besta og segir þar m.a. um Leiklist á Bíldudal:

Frásögn Elfars Loga er lipur og víða í léttum dúr og raunar bráðskemmtilegt lesning, fyrir utan allan fróðleikinn sem þarna er saman dreginn eftir margvíslegum heimildum. Persónur og leikendur í í bókinni eru nánast óteljandi.

 

Leiklist á Bíldudal fæst á heimasíðu Kómedíuleihússins www.komedia.is Frí heimsending um land allt. Bókin fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson og í Mál og menningu.

laugardagurinn 31. október 2015

Leiklist á Bíldudal bráðskemmtilegt lesefni

Leiklist á Bíldudal hittir í mark
Leiklist á Bíldudal hittir í mark

Kómedíuleikhúsið gaf fyrir skömmu út bókina Leiklist á Bíldudal. Höfundur bókarinnar er bílddælski leikarinn Elfar Logi Hannesson. Bókin hefur fengið afar góðar viðtökur og þegar hafa verið seld hátt á annað hundrað eintök. Hlynur Þór Magnússonn ritar fyrir Bæjarins besta og segir þar m.a. um Leiklist á Bíldudal:

Frásögn Elfars Loga er lipur og víða í léttum dúr og raunar bráðskemmtilegt lesning, fyrir utan allan fróðleikinn sem þarna er saman dreginn eftir margvíslegum heimildum. Persónur og leikendur í í bókinni eru nánast óteljandi.

 

Leiklist á Bíldudal fæst á heimasíðu Kómedíuleihússins www.komedia.is Frí heimsending um land allt. Bókin fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson og í Mál og menningu.

miðvikudagurinn 14. október 2015

Grettir fer til Kanada

Útrásarvíkingurinn Grettir
Útrásarvíkingurinn Grettir

Kómedíuleikhúsið hefur verið boðið að sýna einleikinn Gretti í Kanada. Ferðin hefst á þriðjudag komandi, 20. október, og fyrsta sýning verður strax daginn eftir 21. október í Gimli. Fleiri sýningar verða næstu daga en leikferðin stendur til 27. október. Fimmtudaginn 22. október verður Grettir sýndur í háskólanum í Manitoba. Sama dag mun kómedíuleikarinn, Elfar Logi, einnig vera með masterklass í leiklist fyrir leiklistardeild háskólans. Föstudaginn 23. október verður Grettir síðan sýndur að nýju í Gimli í Aspen leikhúsinu. 

Það er mikill heiður að fá tækifæri til að sýna rammíslenskt leikverk á Nýja Íslandi einsog þetta kunna Íslendinga nýlendu svæði er jafnan nefnt, Winnipeg og Manitoba. Reyndar var beðið um verðlaunaleikinn Gísla Súrsson einnig en því miður er sú leikmynd alltof mikil til að fara með í svo langar leikferðir. Svo Grettir mun sjá um dæmið alla leið. 

Til gamans má svo geta þess að Kómedíuleikhúsið hefur einnig tekið boði um að sýna Gretti á Spáni í mars á næsta ári. Fleiri boð um sýningar á Gretti á erlendri grund bíða skoðunnar. Svo það er alveg næsta víst er að Grettir er sannkallaður útrásarvíkingur þessi misserin, í góðri merkingu þó. 

fimmtudagurinn 24. september 2015

Búkolla í skólum Ísafjarðarbæjar

Búkolla
Búkolla

Kómedíuleikhúsið hefur síðustu ár verið með samning við bæinn sinn, Ísafjarðarbæ, um ýmis árleg verkefni í bæjarfélaginu. Meðal stærstu verkefna er að bjóða öllum skólum bæjarins uppá eina leiksýningu árlega frá Kómedíuleikhúsinu. Elstu bekkir grunnskóla Ísafjarðar og Þingeyrar fengu í upphafi árs að sjá nýjustu kómedíuna. Hinn kraftmikla Gretti. Nú er komið að því að sækja aðra skóla Ísafjarðarbæjar heim og bjóða uppá eitt stykki leiksýningu.

Í ár verður boðið uppá hina ævintýralegu sýningu Búkolla. Kýrin sú arna ætlar að baula fyrst í leikskólanum Sólborg og verður sú sýning fimmtudaginn 1. október. Daginn eftir verður Búkolla sýnd í leikskólanum Eyrarskjól á Ísafirði. Eftir það verður farið í skóla  á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Leikritið Búkolla hefur fengið príðsgóðar viðtökur frá því verkið var frumsýnt. Sýnt hefur verið um land allt og nálgast sýningar nú óðum fjórðatuginn. Sýningin á Sólborg verður númer 38. 

mánudagurinn 7. september 2015

Gísli og Grettir á Lamb inn

Grettir leikur við Gísla á Lamb inn nyrðra
Grettir leikur við Gísla á Lamb inn nyrðra

Menningarviðburður verður í leikhúsinu fyrir norðan. Nánar tiltekið í Gamla bænum Öngulstöðum 18. og 19. september komandi. Sýndir verða tveir kraftmiklir og sögulegir einleikir Kómedíuleikhússins. Gísli Súrsson hefur leik og svo tekur hinn útlaginn Grettir Ásmundarson við. Sýningarnar verða í hinu einstaka Gamla bæ á Öngulstöðum hjá ferðaþjónustubóndanum Lamb inn. Einnig má geta þess að Marsibil G. Kristjánsdóttir verður með sína vinsælu myndlistarsýningu um Gísla sögu Súrssonar á sama tíma. Sú sýning verður á vinnustofunni á Lamb inn. 

Sýningarnar verða föstudaginn 18. og laugardaginn 19. september. Hægt er að kaupa miða á báðar sýningarnar eða bara aðra þeirra. Þú velur. Miðaverð á staka sýningu er 2.500.- kr. Á báðar sýningarnar er miðaverðið aðeins 4.500.- Svo getur þú fullkomnað kveldið með matarveislu áður en sýningar hefjast. Allar nánari upplýsingar á heimasíðu Lamb inn 

www.lambinn.is 

miðvikudagurinn 19. ágúst 2015

Grettisstund fyrir austan á helginni

Samstarf Kómedíuleikhússins og Einars Kárasonar, skálds, með Grettis sögu heldur áfram á helginni. Eystra fer fram hin árlega hátíð Ormsteiti og meðal þess sem boðið er uppá á því menningarhlaðborði er Grettisstund með Einari Kára og Elfari Loga. Um tvær sýningar er að ræða sú fyrri í Sláturhúsinu Egilsstöðum á laugardag kl.17. Daginn eftir sunnudaginn 23. ágúst verður Grettisstund í Baðstofunni í Óbyggðasetrinu Egilsstöðum í Fljótsdal. 

Þeir félagar hafa verið með Grettisstund bæði í Fischersetri á Selfossi og á Gíslastöðum Haukadal. Formið er á þann veg að Einar Kárason hefur leik með einstöku erindi um hina mögnuðu Grettis sögu. Kómedíuleikarinn, Elfar Logi, tekur svo við og sýnir einleikinn Gretti. Vel hefur verið tekið í Grettisstundina og mjög líklegt að stundirnar verði mun fleiri á komandi leikári. 

mánudagurinn 17. ágúst 2015

Gísli Súrsson tvöfaldur í Haukadal

Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson
Verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson

Ekkert lát er á sýningum á verðlaunastykkinu Gísli Súrsson. Þriðjudaginn 18. ágúst verða tvær sýningar á leiknum á söguslóðum á Gíslastöðum í Haukadal. Sýningarnar eru fyrir nemendur á íslenskunámskeiði Háskólaseturs Vestfjarða en verða þó báðar leiknar á ensku. Það var einmitt þannig sem enska útgáfa leiksins komst á koppinn þegar við fengum símtal frá forstöðumanni Háskólaseturs Peter Weiss vorið 2005. Síðan þá höfum við sýnt fjölda sýninga á ensku fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Það á að geta þess sem vel er gert og víst má hrósa Háskólasetri Vestfjarða sem hefur sannarlega gert frábæra hluti á Vestfjörðum. 

Fjölmargar sýningar eru fyrirhugaðar á Gísla Súra á leikárinu 2015 - 2016. Í september verður leikurinn sýndur ásamt öðrum Íslendingasagnaleik, Gretti, á Lamb inn í Öngulstaðahreppi. Ekki nóg með það heldur verður Kómedíufrúin einnig með myndlistarsýningu á sama stað þar sem hún sýnir rómaða myndröð sína byggða á flygum setningum úr Gísla sögu. Sýningarnar á Lamb inn í Öngulstaðahreppi verða föstudaginn 18. og laugardaginn 19. september komandi. Miðasala er löngu hafin. 

laugardagurinn 25. júlí 2015

Topp tíu listi Kómedíu

Gísli alltaf í topp standi
Gísli alltaf í topp standi

Það er sumar meira að segja sól þegar þessar línur eru ritaðar. Nú eru hin eiginilegu áramót leikhússins við byrjuðum í sumarfríi í gær sem stendur alveg til 18. ágúst. Líkt og siður er við áramót þá er gaman að kikka á það sem gert hefur verið ekki bara á leikárinu sem er að kveðja heldur og öllum hinum. Hvað hefur gengið vel hvað ekki eins vel. Án þess þó að dett í einhverja fortíðarþrá og allt betra en gamla daga frasa. Heldur miklu frekar ylja sér við góðar minningar og horfa fram á veginn. Hvað ber komandi leikári í skauti sér? 

Með öllum þessum hugsunum um fortíð og framtíð var tekin saman topp tíu listi yfir vinsælustu sýningar okkar. Að vanda er það mjólkurkýrin okkar Gísli Súrsson sem vermir toppsætið hefur verið sýndur 300 sinnum og margar sýningar framundan á komandi leikári. Gaman er að segja frá því að næstu tvær sýningar tengjast saman listamanninum nenfilega Guðmundi Thorsteinssyni sem flestir þekkja betur undir gælunafninu Muggur. Sá listamaður er og í miklu uppáhaldi hjá Kómedíuleikhúsinu og Kómedíuleikaranum. Þó það sé rétt á frumstigi þá má geta þess að Kómedíuleikarinn er einmitt að rita barnabók um Mugg þessi misserin. 

Hér er topp tíu listinn okkar, sjáumst hress á komandi leikári.

 

    Leikrit                                         Sýningarfjöldi

1. Gísli Súrsson                                 300

2. Dimmalimm                                   74

3. Búkolla - Ævintýraheimur Muggs       37

4. Heilsugæslan                                 36

5-7. Bjarni á Fönix                              31

5-7. Jólasveinar Grýlusynir                  31

5-7. Pétur og Einar                             31

8. Bjálfansbarnið og bræður hans         28

9. Fjalla-Eyvindur                               27

10. Jón Sigurðsson - Strákur að vestan  24

miðvikudagurinn 15. júlí 2015

300 sýning á Gísla Súrssyni

Vinsældir Gísla hafa alls ekki verið súrar
Vinsældir Gísla hafa alls ekki verið súrar

Ævintýrið um verðlaunaleikinn Gísla Súrsson hefur verið engu líkt. Í uphhafi leist engum vel á þá hugmynd að gera einleik uppúr hinni vinsælu Gísla sögu Súrssonar. En það er nú einmitt þá sem ævintýrin gerast og rétt er að koma verkinu á svið. Það gerðum við og frumsýndum einleikinn Gísli Súrsson 18. febrúar 2005 í Grunnskóla Þingeyrar. Um kveldið var síðan sýning í Félagsheimilinu Þingeyri fyrir íbúa. Síðan eru liðnar nokkur hundruð sýningar um land allt og einnig víða erlendis. Gísli Súrsson hefur sannarlega farið í víking í gegnum árin því sýningar hafa verið í Þýskalandi, Lúxemborg, Albaníu og meira að segja í sjálfum Súrnadal i Noregi þar sem söguhetjan sleit barnskónum. Leikurinn hefur tvívegis verið sýndur á erlendum leiklistarhátiðum og unnið til verðlauna á þeim báðum.

Á laugardaginn verður Gísli Súrsson sýndur í 300 sinn. Líkt og ævintýrið sjálft sem hefur farið sínar eigin leiðir líkt og kötturinn þá verður sýningarstaðurinn all sérstakur. Nefnilega sveitabærinn Kiðafell 3 i Kjós. Þar verður haldin mikil hátíð á helginni er nefnist Kátt í Kjós. Gisli Súrsson verður sýndur kl.16.00 á túninu við Kiðafell 3. 

Þó mörgum finnst kannski nóg komið og ástæða til að fara í súr þá er það alls ekki planið hjá okkur. Nú þegar eru fjölmargar sýningar fyrirhugaðar á Gísla Súrssyni á næstunni og á komandi leikári. Kannski kílum við á 100 sýningar í viðbót eða svo. Hver veit því í ævintýrum getur allt gerst. 

Eldri færslur