föstudagurinn 20. apríl 2018
Uppselt á Gísla á Uppsölum
Ævintýrið í kringum sýningu okkar á leikritinu Gísli á Uppsölum hefur verið með hreinum ólíkindum. Leikurinn hefur nú verið sýndur yfir 80 sinnum um land allt en nú fer fjörinu að ljúka. Næst síðasta sýning sem jafnframt er sú 82 er núna á helginni og það er uppselt. Já, ekkert öðruvísi með það maður minn, einsog vinur okkar Hemmi Gunn hefði orðað svo snildarlega. Síðasta tækifæri til að sjá sýninguna um Gísla á Uppsölum verður fimmtudaginn 26. apríl og það í Þorlákshöfn. Sýnt verður í Versölum. Eftir það tekur við nýtt leikhúsævintýri því 17. maí frumsýnum við nýjan sögulegan einleik EG. Leikurinn verður aðeins sýndur á söguslóð eða í Einarshúsi í Bolungarvík.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06