miðvikudagurinn 27. júní 2012
Listamaðurinn frumsýndur 7. júlí
Spennan magnast í Kómedíunni því senn líður að frumsýningu. Að vanda er efnið sótt í hinn frábæra vestfirska sagnaarf og að þessu sinni er einn fremsti alþýðulistamaður þjóðarinnar í aðalhlutverki. Samúel Jónsson eða Listamaðurinn með barnshjartað einsog hann er jafnan nefndur og er einmitt nafnið á okkar nýju Kómedíu. Þetta er kallinn sem gerði ævintýraveröldina útí sveit, í Selárdal, einsog barnshjartað segir oft. Veröld sem skákar öllum Disneylöndum. Hann toppaði svo allt þegar hann byggði kirkju. En hvað átti hann að gera hann vantaði jú húsnæði undir altaristöfluna sína og hvaða húsnæði hentar einmitt betur en kirkja.
Listamaðurinn með barnshjartað verður frumsýnt á sérstakri Sambahátíð í Selárdal laugardaginn 7. júlí. Sýnt verður tvisvar um daginn eða kl. 17.00 og 20.00. Líklega best að mæta bara þá því kannski verða ekki fleiri sýningar á verkinu. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en búninga og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir. Menningarráð Vestfjarða styrkir sýninguna.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06