
fimmtudagurinn 22. nóvember 2018
Kómedíuleikhúsið bætir við sig
Kómedíuleikhúsið hefur nú hafið tveggja mánaða kynningar- og markaðátak. Hefur leikhúsið því ráðið Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur til starfa. Mun Nanna næstu mánuði vinna að þessum mikilvægu málum í okkar leikhúsi. Það er staðreynd að einmitt kynning og markaðssetning skipta sífellt meira máli í þeim annasama heimi og tilveru sem við lifum á í dag. Kómedíuleikhúsið hefur lengi haft það á sinni stefnuskrá að gera gagnskör í þessum mikilvægu málum og loksins er komið að því, betra er seint en ekki sagði einhver.
Kómedíuleikhúsið býður Kristínu Nönnu Vilhelmsdóttur, sem á ættir að rekja í Dýrafjörð nema hvað, velkomna til starfa og hlökkum mikið til samstarfsins. Einsog hinn maðurinn sagði, þetta verður ekkert leiðinlegt.
28.12.2020 / 16:37
Annáll Kómedíuleikhússins 2020
Og annarlega kyrrð hvíldi yfir auðum bekkjunum. Hann kunni að orða það vestfirska skáldið Steinn Steinarr. Með einmitt þessum orðum um auðu bekki leikhússins endaði hann ljóð sitt Leiksýning. Nærri 90 ár eru síðan ort var en hefði svo vel getað verið ort árið 2020.... Meira29.11.2020 / 12:23