fimmtudagurinn 14. nóvember 2013
Fjalla-Eyvindur í pásu en bara fram í janúar
Sýningar á nýjasta verki Kómedíuleikhússsins Fjalla-Eyvindur hafa gengið afskaplega vel. Þegar hafa verið sýndar þrjár sýningar. Frumsýningin eftirminnilega í Garðinum við Húsið á Ísafirði í lok október. Í nóvember hafa svo verið sýningar bæði á Ísafirði og á Þingeyri á báðum stöðum var vel mætt. Nú verður gert stutt hlé á sýningum.
Fjalla-Eyvindur mætir svo fjallhress aftur á fjalirnar strax í upphafi næsta árs. Þegar eru í undirbúningi sýningar í janúar 2014 á hinni frábæru Eyvindarstofu á Blönduósi. Einnig verður bætt við sýningum á Ísafirði þar sem sýnt verður í Hörmum. Sýning í Einarshúsi í Bolungarvík er einnig á sýningarplani ársins og margar fleiri m.a. sýning í heimasveit Fjalla-Eyvindar í Hrunamannahreppi. En á næsta ári eru 300 ár liðin frá því Eyvindur kom í heiminn. Það má því búast við að hinn fjallaglaði Fjalla-Eyvindur verði á ferð á milli fjalla og jafnvel uppá þeim á komandi afmælisári.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06