miðvikudagurinn 20. nóvember 2013
258 sýning á Gísla Súra í dag
Maður veit aldrei áður en maður leggur af stað hve oft maður getur sýnt hverja leiksýningu. Sumar taka fljótt af meðan aðrar ganga af stað og sumar ganga og ganga. Ekki voru þó margir sem reiknuðu með einhverju langhlaupi á sýningu sem væri byggð á sögu Gísla Súrssonar. En síðan eru liðin mörg ár og í dag verður verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson sýndur í 258 sinn. Að sjálfsögðu er þetta algjört met hjá Kómedíuleikhúsinu næsta sýning úr okkar röðum er Dimmalimm sem gekk um 100 sinnum.
Það er ánægjulegt að þessi 258 sýning á Gísla Súrssyni skuli einmitt fara fram í grunnskóla. En það var einmitt eitt af markmiðum okkar þegar við hófum þetta óvænta langsviðshlaup að ná til æskunnar og þá sérstaklega þeirra sem eru að læra söguna og eða aðrar Íslendingasögur. Elstu bekkir grunnskóla landsins erum einmitt að lesa þessar eldgömlu Íslendingasögur. Vissulega er það ekkert létt enda langt síðan þær voru ritaðar en magnaðar eru þær. Soldið flóknar kannski, margar söguhetjur, nöfnin svipuð Þorgrmímur, Þorkell, Þórdís, já það er mikið á æskuna lagt að þurfa að bögglast í gegnum þetta. Þá er nú gott að hafa kost á því að sjá þessar sögur í leikritsformi. Enda höfum við frétt af því að krakkarnir og reyndar bara almenningur allur hafi loksins ,,fattað" Gísla sögu eftir að hafa séð leikritið okkar. Seljum það ekkert dýrara höfum bara frétt þetta einsog ritað er hér að framan.
Ekki er síður skemmtilegt að 258 sýningin á Gísla Súrssyni verður í Árbæjarskóla en sá skóli hefur pantað þessa sýningu á hverju ári frá því við frumsýndum. Sem var árið 2005.
Það væri kannski ekki svo vitlaus hugmynd til Menningarmálaráðherra. Væri bara ekki málið að fá leikritið Gísla Súrsson í alla grunnskóla landsins? Við erum alveg til í að veita góðan afslátt ef gengið yrði til samninga enda væri hér um magnkaup að ræða og þá fær maður ávallt betri samning en ef minna er verslað.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06